Bæjarstjórn Fjallabyggðar

221. fundur 09. nóvember 2022 kl. 17:00 - 19:34 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Í upphafi fundarins bar forseti bæjarstjórnar upp tillögu um dagskrárbreytingu, á þann veg að taka 9. dagskrárlið á undan 1. lið fundarins. Sömuleiðis var borin upp tillaga um að taka 10. dagskrárlið á undan 1. dagskrárlið
Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 763. fundur - 18. október 2022.

Málsnúmer 2210005FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 9 liðum.

Til afgreiðslu er liður 2.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.2 2209047 Vatnsveita Fjallabyggðar - Ástand vatnsbóla
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 763. fundur - 18. október 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra fyrir minnisblað og kostnaðaráætlun. Bæjarráð óskar eftir því að verkefnið verði fullhannað á árinu 2022 og komi inn á framkvæmdaáætlun 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25. október 2022.

Málsnúmer 2210006FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 3 og 6.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Sigríður Ingvarsdóttir, Helgi Jóhannsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Guðjón M. Ólafsson tóku til máls undir 3. lið.

  • 2.1 2209046 Sameining íbúða í Skálarhlíð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25. október 2022. Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði L7 ehf. verði tekið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.3 2210057 Flöggun íslenska fánans við stofnanir Fjallabyggðar
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25. október 2022. Bæjarráð samþykktir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
  • 2.6 2210053 Umsagnarbeiðni - Kráarkvöld í Hornbrekku
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25. október 2022. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 1. nóvember 2022.

Málsnúmer 2210008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið.
Sigríður Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 3. lið.
  • 3.1 2210084 Fjárhagsáætlun 2023-2026, forsendur og markmið.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 1. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar með þeim fyrirvörum sem koma fram í vinnuskjalinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.3 2210100 Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 1. nóvember 2022. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að körfubifreið verði hluti af fjárfestingum sveitarfélagsins á árinu 2022, en vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Bókun fundar Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn samþykkir að kaup á körfubifreið fyrir slökkvilið Fjallabyggðar verði sett á fjárfestingaáætlun fyrir 2022. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, og deildarstjóra tæknideildar er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar.

    Samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 23. fundur - 11. október 2022.

Málsnúmer 2210004FVakta málsnúmer

Fundargerð stýrihópsins er í 4 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 1. nóvember 2022.

Málsnúmer 2210009FVakta málsnúmer

Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar er í 13 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 12

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.
  • 5.1 2209058 Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 1. nóvember 2022. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan og forsendur hennar verði kynnt á opnum íbúafundi skv. 3. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.2 2210107 Óveruleg breyting á deiliskipulagi Snorragötu
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 1. nóvember 2022. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði kynnt á opnum íbúafundi samhliða tillögu deiliskipulags þjóðvega í þéttbýli Siglufjarðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.3 2009001 Deiliskipulag lóða undir smáhýsi í Skarðsdal
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 1. nóvember 2022. Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.4 2210024 Afstaða til endurskoðunar aðalskipulags Fjallabyggðar
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 1. nóvember 2022. Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032 var staðfest þann 24.maí sl. og telur nefndin því ekki ástæðu til endurskoðunar aðalskipulags að þessu sinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 5.12 2210033 Betri Fjallabyggð - samráðsvettvangur íbúa
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 290. fundur - 1. nóvember 2022. Nefndin þakkar fyrir vel unnið minnisblað og vísar málinu til bæjarráðs. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

6.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 33. fundur - 2. nóvember 2022.

Málsnúmer 2210007FVakta málsnúmer

Fundargerð ungmennaráðs er í 4 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 3. nóvember 2022.

Málsnúmer 2211001FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 4 liðum.

Til afgreiðslu er liður 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 7.4 2210009 Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023
    Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 3. nóvember 2022. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar fór yfir tilnefningar til bæjarlistamanns Fjallabyggðar 2023.
    Fjöldi tilnefninga bárust nefndinni og þakkar hún fyrir margar og áhugaverðar tilnefningar. Einnig þakkar nefndin fráfarandi bæjarlistamanni, Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, fyrir framlag sitt til menningar og lista á árinu 2022.
    Markaðs- og menningarnefnd útnefnir Brynju Baldursdóttur bæjarlistamann Fjallabyggðar 2023. Nefndin óskar Brynju til hamingju með útnefninguna. Bæjarlistamaður verður útnefndur formlega við afhendingu menningarstyrkja í ársbyrjun 2023.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu markaðs- og menningarnefndar.

    Bæjarstjórn óskar Brynju Baldursdóttir innilega til hamningju með útnefninguna.

8.Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2206093Vakta málsnúmer

Lögð fram til seinni umræðu drög að breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.

Í 1. gr. tillögunnar er lögð til breyting á II. kafla 15. gr um ritun fundargerða. Breytingarnar eru allar tengdar því að nú er einungis gert ráð fyrir gerðabókum fyrir kjörstjórnir.

Í 2. gr. eru lagðar til breytingar á 46. gr.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir breytingartillögurnar með 7 greiddum atkvæðum.

9.Samráð sýslumanns og sveitarstjórna haust 2022

Málsnúmer 2210056Vakta málsnúmer

Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra, mætti á fund bæjarstjórnar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Svavari fyrir kynninguna.

10.Flugvöllur Siglufirði

Málsnúmer 2112032Vakta málsnúmer

Steve Richard Lewis mætti á fund bæjarstjórnar og kynnti áform um þróun flugvallarins á Siglufirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Steve Richard Lewis fyrir kynninguna.

11.Ályktun um samgöngumál

Málsnúmer 2211054Vakta málsnúmer

Guðjón M. Ólafsson lagði fram eftirfarandi ályktun fyrir hönd meirihlutans um samgöngumál í Fjallabyggð:

Betri samgöngur varða hagsmuni allra landsmanna. Bættar samgöngur bæta mannlíf, stuðla að öryggi vegfaranda og íbúa, auka samvinnu á milli sveitarfélaga ásamt því að styrkja og stækka atvinnusvæði. Fjallabyggðargöng og samgöngubætur eru brýnasta hagsmunamál íbúa Fjallabyggðar og mið-Norðurlands.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar beinir því til ráðherra samgöngumála og Vegagerðarinnar að tryggja nauðsynlega fjármuni til samgöngumála Fjallabyggðar.

Vegagerðin hefur nú þegar gefið út skýrslu um jarðgöng á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði. Núverandi leið liggur um snjóflóðahættusvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Þessi staða hefur leitt til tíðra lokanna og mun leiða til tíðari lokanna í framtíðinni. Leiðin uppfyllir því alls ekki kröfur nútímalegs samfélags þegar kemur að samgöngum. Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar beinir því einnig til ráðherra samgöngumála og Vegagerðarinnar að setja nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf. Miðstöð opinberrar þjónustu á Norðurlandi er á Akureyri og er íbúum svæðisins ætlað að sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu þangað. Bæjarstjórn telur ný jarðgöng á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur einu raunhæfu leiðina til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafjarðarsvæðisins.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir.

Arnar Þór Stefánsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir tóku til máls um ályktunina.

Bæjarstjórn samþykkir ályktunina með 6 greiddum atkvæðum.

Helgi Jóhannsson sat hjá við afgreiðsluna og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég get tekið undir flest það sem kemur fram í framlagðri ályktun. Ég tel að bæjarstjórn Fjallabyggðar ætti að berjast fyrir því að farið verði samhliða í ný göng inn í Fljót og ný göng til Dalvíkur. Verði einungis annar kosturinn í forgrunni, þá er hætt við því að langt verði í að vegabætur til og frá Fjallabyggð verði ásættanlegar og muni þar með skaða framtíðarhagsmuni sveitarfélagins og íbúa þess.

12.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lagðar fram til staðfestingar tilnefningar í Öldungaráð Fjallabyggðar

Fulltrúar Félags eldri borgara Ólafsfirði:
Björn Þór Ólafsson, aðalmaður
Ásdís Pálmadóttir, aðalmaður
Þorbjörn Sigurðsson, varamaður
Svava Jóhannsdóttir, varamaður

Fulltrúar Félags eldri borgara Siglufirði:
Ólafur Baldursson, aðalmaður
Konráð Karl Baldvinsson, aðalmaður
Hrafnhildur Stefánsdóttir, varamaður
Rögnvaldur Þórðarson, varamaður

Fulltrúi heilsugæslu:
Elín Arnardóttir, aðalmaður
Anna Sigurbjörg Gilsdóttir, varamaður
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir tilnefningarnar með 7 greiddum atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 19:34.