Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 1. nóvember 2022.

Málsnúmer 2210008F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 221. fundur - 09.11.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 7 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1 og 3.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Guðjón M. Ólafsson tók til máls undir 1. lið.
Sigríður Guðrún Hauksdóttir tók til máls undir 3. lið.
  • .1 2210084 Fjárhagsáætlun 2023-2026, forsendur og markmið.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 1. nóvember 2022. Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar með þeim fyrirvörum sem koma fram í vinnuskjalinu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .3 2210100 Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 765. fundur - 1. nóvember 2022. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að körfubifreið verði hluti af fjárfestingum sveitarfélagsins á árinu 2022, en vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Bókun fundar Forseti bæjarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu að bókun:
    Bæjarstjórn samþykkir að kaup á körfubifreið fyrir slökkvilið Fjallabyggðar verði sett á fjárfestingaáætlun fyrir 2022. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, og deildarstjóra tæknideildar er falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar.

    Samþykkt með 7 atkvæðum.