Bæjarstjórn Fjallabyggðar

220. fundur 10. október 2022 kl. 17:00 - 18:57 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Helgi Jóhannsson bæjarfulltrúi, H lista
  • Guðjón M. Ólafsson bæjarfulltrúi, A lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir bæjarfulltrúi, A lista
  • Þorgeir Bjarnason bæjarfulltrúi, H lista
  • Arnar Þór Stefánsson bæjarfulltrúi, A lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022.

Málsnúmer 2209007FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 8, 10 og 11.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 1.1 2208005 Erindi um ábendingar frá hestamannafélaginu Gnýfara
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og leggur áherslu á að framkvæmdum verði lokið fyrir lok september. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.2 2202077 Erindi til sveitarfélaga vegna samstarfs með N4
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022. Bæjarráð ítrekar bókun 733. fundar bæjarráðs frá 10. mars 2022, og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.8 2104042 Húsnæði Neon - Suðurgata 4
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022. Bæjarráð harmar að opnun Neon hafi dregist. Bæjarráð leggur áherslu á að opnun Neon verði flýtt eins og kostur er. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.10 2209015 Umsagnarbeiðni - tímabundið áfengisleyfi Hornbrekka
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022. Bæjarráð samþykkir tímabundið vínveitingaleyfi fyrir sitt leyti. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 1.11 2208050 Rafhleðslustæði á bílaplanið við Hól
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 758. fundur - 13. september 2022. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila uppsetningu rafhleðslustöðvar við Hól á Siglufirði. Sá hluti erindisins er snýr að merkingu bílastæða og lýsingar er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20. september 2022.

Málsnúmer 2209008FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 10 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, og 4.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið nr. 10 tóku Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
  • 2.1 2207044 Heimæð fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20. september 2022. Bæjarráð samþykkir að útbúinn verði viðauki nr. 19 til fjármögnunar verkefnisins og hann verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Í ljósi aðstæðna og tímaramma verksins þá er bæjarstjóra veitt heimild til þess að ráðast í verkefnið og leggja fyrir bæjarráð minnisblað um framvindu eftir á. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.2 2206092 Erindi vegna útboða og verkkaupa
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20. september 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir umsögnina. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið koma svari til fyrirspyrjanda. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.3 2203077 Römpum upp Ísland
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20. september 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir umsögnina og felur bæjarstjóra að útbúa bréf með hvatningu til aðila í Fjallabyggð þar sem verkefnið er kynnt. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.4 2208013 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20. september 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27. september 2022.

Málsnúmer 2209009FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 12 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 1, 2, 3, 4 og 5.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • 3.1 2209047 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27. september 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.2 2209034 Viðskil við húsnæði Lækjargötu 8, félagsmiðstöð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27. september 2022. Bæjarráð samþykkir að málinu verði lokið samkvæmt tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa viðauka og leggja fyrir bæjarráð. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.3 2207044 Heimæð fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27. september 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 19/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr.,- 3.500.000,- vegna heimæðar fyrir heitt vatn á Óskarsbryggju, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til samþykktar í bæjarstjórn. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 19/2022 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • 3.4 2203076 Staða framkvæmda - yfirlit 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27. september 2022. Deildarstjóri tæknideildar kom inn á fundinn og sat undir þessum lið. Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir yfirlitið. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar er falið að útbúa þá viðauka sem þarf til þess að samræmi sé á milli verkstöðu og/eða áætlunar og kostnaðar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 3.5 2209046 Sameining íbúða í Skálarhlíð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27. september 2022. Deildarstjóra tæknideildar veitt heimild til útboðs. Bæjarráð leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að bjóða út verkið í heild sinni. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022.

Málsnúmer 2209010FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5 og 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið nr. 8 tóku Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
  • 4.3 2209057 Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð veitir heimild til auglýsingar á styrkbeiðnum samkvæmt nýsamþykktum reglum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.4 2112004 Breytt skipulag barnaverndar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð þakkar félagsmálastjórum fyrir framlagða tillögu og felur Félagsmálastjóra Fjallabyggðar að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.5 2109057 Ofanflóðavarnir - Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð harmar að vinna við hættumatið muni dragast fram á næsta ár og felur bæjarstjóra að rita Veðurstofunni bréf þar sem mikilvægi málsins fyrir Fjallabyggð og íbúa er áréttað. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 4.7 2206074 Skipulag Hornbrekku - erindisbréf og fleira
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Deildarstjóra er falið að leggja fyrir bæjarráð drög að erindisbréfi þar sem tekið er á þeim málum sem út af standa. Tryggja verður að stjórn Hornbrekku sé í sem bestum tengslum við aðra stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sérstaklega í ljósi verkefnisins Sveigjanlegrar dagdvalar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

5.Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022.

Málsnúmer 2210003FVakta málsnúmer

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið nr. 1 tóku Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
Undir lið nr. 5 tóku Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
Undir lið nr. 8 tók Sigríður Guðrún Hauksdóttir til máls.
Undir lið nr. 16 tóku Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson og Sigríður Guðrún Hauksdóttir til máls.
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um dagskrárbreytingu, á þann veg að taka 12. dagskrárlið á undan 6. lið fundarins. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • 5.3 2209034 Viðskil við húsnæði Lækjargötu 8, félagsmiðstöð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.062.791,- vegna viðskilnaðaruppgjörs Lækjargötu 8, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • 5.4 2203076 Staða framkvæmda - yfirlit 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 21/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 70.600.000,- vegna tilfærslu á milli verkefna framkvæmdaáætlunar 2022, sem mætt verður með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 21/2022 vegna tilfærslu á milli verkefna framkvæmdaáætlunar 2022, sem mætt verður með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði.
  • 5.5 2210020 Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Lögð er fram tillaga deildstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að reglum fyrir græna styrki á vegum Fjallabyggðar. Reglunum vísað til bæjarstjórnar til umræðu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 5.6 2209059 Samningur um afnot af Tjarnarborg v. uppsetningu leiksýningar 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bæjarráð samþykkir að veita Leikfélagi Fjallabyggðar afnot af Tjarnarborg vegna æfinga. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að annast samskipti og útfærslu í samráði við leikfélagið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • 5.16 2209011F Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 139. fundur - 13. september 2022.

Málsnúmer 2206010FVakta málsnúmer

Fundargerð félagsmáladeildar er í 6 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

7.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 115. fundur - 3. október.

Málsnúmer 2209012FVakta málsnúmer

Fundargerð fræðslu- og frístundanefndar er í 5 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

8.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289. fundur - 5. október 2022.

Málsnúmer 2209011FVakta málsnúmer

Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar er í 19 liðum.

Til afgreiðsla eru liðir 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16 og 17.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðsla og eru lagðir fram til kynningar.

Enginn tók til máls.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin samþykkir úthlutun lóðanna fyrir sitt leyti og vísar erindinu áfram til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Tæknideild falið að útfæra breytingu á lóðarmörkum í samræmi við fyrirliggjandi óskir umsækjenda og endurnýja lóðarleigusamning í samræmi við það. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 1.Nefndin samþykkir nýja staðsetningu Sveinsbúðar innan lóðar Tjarnargötu 18 og í samræmi við meðfylgjandi afstöðumynd.

    2.Varðandi framkvæmd færslu skúrsins þá er þeim hluta erindisins vísað til bæjarráðs.

    3.Nefndin beinir því til tæknideildar að koma á framfæri óskum björgunarsveitarinnar við Vegagerðina vegna framkvæmda við Innri höfnina.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Tæknideild falið að afla samþykkis lögreglustjóra Norðurlands eystra fyrir áður samþykktum breytingum á skiltum þ.e. að breyta biðskyldumerki í stöðvunarskyldu og merkja innakstur bannaður við umrædd gatnamót. Tæknideild er falið að koma með tillögu að tæknilegri útfærslu á framlengingu gangstéttar niður að Hlíðarvegi. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Nefndin getur ekki tekið efnislega afstöðu til fyrirspurnarinnar þar sem aðstöðugámurinn og rekstur er enn í eigu þriðja aðila en bendir á að æskilegt sé að varanleg uppbygging eigi sér stað innan skipulagðra lóðarmarka. Nefndin óskar gjarnan eftir nýju erindi frá verðandi eigendum þegar eignaskipti hafa farið fram. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Tæknideild falið að nálgast Ofanflóðasjóð um að ráðast í úrbætur við Fossveg 9 eins og höfundur skýrslunnar leggur til, þar sem þær úrbætur sem þegar hafa verið gerðar virðast ekki hafa skilað tilætluðum árangri. Varðandi lóðirnar við Fossveg 11,13 og 15 þá hefur úttekt þriðja aðila á þeim lóðum ekki farið fram. Tæknideild er falið að koma erindi þeirra íbúa áfram til Ofanflóðasjóðs. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289 Tæknideild falið að hafa samband við Vegagerðina um greiningu og lausn á sveiflum í yfirborðsstöðu Ólafsfjarðarvatns. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

9.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 89. fundur - 6. október 2022.

Málsnúmer 2210001FVakta málsnúmer

Fundargerð markaðs- og menningarnefndar er í 3 liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Lagt fram til kynningar

10.Breyting á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2206093Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu drög að breytingu á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar.

Í 1. gr. tillögunnar er lögð til breyting á II. kafla 15. gr um ritun fundargerða. Breytingarnar eru allar tengdar því að nú er einungis gert ráð fyrir gerðabókum fyrir kjörstjórnir.

Í 2. gr. eru lagðar til breytingar á 46. gr.
Samþykkt
Samþykkt.

11.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2205076Vakta málsnúmer

Lagðar fram til staðfestingar tilnefningar í Notendaráð fatlaðs fólks.
Aðalmenn:
Sæbjörg Ágústsdóttir, A-lista
Kristín A. Friðriksdóttir
Viðar Aðalsteinsson

Varamenn:
Hrafnhildur Sverrisdóttir
Baldur Ævar Baldursson
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tilnefningarnar með 7 greiddum atkvæðum.

12.Uppfærsla svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs vegna lagabreytinga.

Málsnúmer 2112015Vakta málsnúmer

Smári Jónas Lúðvíksson frá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) mætti til fundarins og var með kynningu á drögum að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ásamt Stefáni Gíslasyni frá Enivironice, sem tengdist fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Til máls tóku Guðjón M. Ólafsson, Arnar Þór Stefánsson, Sigríður Guðrún Hauksdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Tómas Atli Einarsson og Helgi Jóhansson.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjórn þakkar Smára Jónasi Lúðvíkssyni og Stefáni Gíslasyni fyrir góða og ítarlega yfirferð á málefninu.

Fundi slitið - kl. 18:57.