Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022.

Málsnúmer 2209010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 220. fundur - 10.10.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 11 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5 og 7.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið nr. 8 tóku Helgi Jóhannsson og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
  • .3 2209057 Styrkveitingar Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð veitir heimild til auglýsingar á styrkbeiðnum samkvæmt nýsamþykktum reglum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .4 2112004 Breytt skipulag barnaverndar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð þakkar félagsmálastjórum fyrir framlagða tillögu og felur Félagsmálastjóra Fjallabyggðar að koma fram fyrir hönd sveitarfélagsins í viðræðum við nágrannasveitarfélög. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .5 2109057 Ofanflóðavarnir - Stóri Boli, fyrirspurn frá íbúum
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð harmar að vinna við hættumatið muni dragast fram á næsta ár og felur bæjarstjóra að rita Veðurstofunni bréf þar sem mikilvægi málsins fyrir Fjallabyggð og íbúa er áréttað. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .7 2206074 Skipulag Hornbrekku - erindisbréf og fleira
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 761. fundur - 4. október 2022. Bæjarráð þakkar deildarstjóra félagsmáladeildar fyrir minnisblaðið. Deildarstjóra er falið að leggja fyrir bæjarráð drög að erindisbréfi þar sem tekið er á þeim málum sem út af standa. Tryggja verður að stjórn Hornbrekku sé í sem bestum tengslum við aðra stjórnsýslu sveitarfélagsins. Sérstaklega í ljósi verkefnisins Sveigjanlegrar dagdvalar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.