Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022.

Málsnúmer 2210003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 220. fundur - 10.10.2022

Fundargerð bæjarráðs er í 16 liðum.

Til afgreiðslu eru liðir 3, 4, 5, 6 og 16.

Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

Undir lið nr. 1 tóku Guðjón M. Ólafsson og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
Undir lið nr. 5 tóku Sigríður Guðrún Hauksdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir til máls.
Undir lið nr. 8 tók Sigríður Guðrún Hauksdóttir til máls.
Undir lið nr. 16 tóku Guðjón M. Ólafsson, Helgi Jóhannsson, Arnar Þór Stefánsson og Sigríður Guðrún Hauksdóttir til máls.
Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um dagskrárbreytingu, á þann veg að taka 12. dagskrárlið á undan 6. lið fundarins. Samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
  • .3 2209034 Viðskil við húsnæði Lækjargötu 8, félagsmiðstöð
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 1.062.791,- vegna viðskilnaðaruppgjörs Lækjargötu 8, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 20/2022 við fjárhagsáætlun 2022 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
  • .4 2203076 Staða framkvæmda - yfirlit 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 21/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 70.600.000,- vegna tilfærslu á milli verkefna framkvæmdaáætlunar 2022, sem mætt verður með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði og hefur viðaukinn ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins. Viðaukanum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 21/2022 vegna tilfærslu á milli verkefna framkvæmdaáætlunar 2022, sem mætt verður með lækkun á framkvæmdakostnaði við íþróttamiðstöðina á Siglufirði.
  • .5 2210020 Grænir styrkir - umhverfisstyrkir Fjallabyggðar 2023
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Lögð er fram tillaga deildstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að reglum fyrir græna styrki á vegum Fjallabyggðar. Reglunum vísað til bæjarstjórnar til umræðu. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .6 2209059 Samningur um afnot af Tjarnarborg v. uppsetningu leiksýningar 2022
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bæjarráð samþykkir að veita Leikfélagi Fjallabyggðar afnot af Tjarnarborg vegna æfinga. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála falið að annast samskipti og útfærslu í samráði við leikfélagið. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.
  • .16 2209011F Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 289
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 762. fundur - 10. október 2022. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bæjarráðs.