Bæjarstjórn Fjallabyggðar

180. fundur 22. janúar 2020 kl. 17:00 - 18:15 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
 • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
 • S. Guðrún Hauksdóttir bæjarfulltrúi, D lista
 • Jón Valgeir Baldursson bæjarfulltrúi, H lista
 • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
 • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
 • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
 • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019

Málsnúmer 1912004FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Bæjarráð samþykkir að setja á laggirnar vinnuhóp vegna framkvæmda við gervigrasvöll í Ólafsfirði sem í sitja bæjarstjóri, deildarstjóri tæknideildar og tveir fulltrúar úr stjórn KF. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Á 632. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir að fá greinargerð frá viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, slökkviliði, lögreglu, Rauða krossinum, HSN, þjónustumiðstöð og öðrum stofnunum bæjarfélagsins.

  Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar þar sem greinargerðir hafa ekki borist frá öllum aðilum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi bókun:

  Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur ákveðið að styrkja björgunarsveitirnar Stráka og Tind um kr. 1.500.000 hvora sveit. Bæjarstjórn þakkar enn og aftur björgunarsveitunum fyrir mikið og óeigingjarnt starf við björgunarstörf á meðan að óveðrið gekk yfir.

  Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 20/2019 að upphæð kr. 3.000.000 við deild 07810, lykill 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2019.

  Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

  Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 10.12.2019 þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
  Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 6. janúar 2020.
  Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 16.12.2019 er varðar samantekt Samgöngustofu á þeim breytingum sem gerðar hafa verið í nýjum umferðarlögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi og taka gildi nú um áramót. Samantektina má nálgast á vef Samgöngustofu https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla/ny-umferdarlog/ Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.12.2019 og varðar ályktun stjórnar sambandsins frá 13.12.2019 þess efnis að Almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi:
  Ályktun stjórnar er eftirfarandi.

  „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sendir stjórnendum sveitarfélaga og íbúum þeirra sem nú glíma við afleiðingar óveðursins kveðju, um leið og hún þakkar björgunaraðilum, starfsmönnum veitufyrirtækja og öðrum sem tekið hafa þátt í viðbrögðum við afleiðingum þess óveðurs sem dunið hefur á landinu undanfarna daga. Stjórnin hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja raforkuöryggi um allt land sem allra fyrst. Það er með öllu óásættanlegt að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar búi við slíkt óöryggi sem raunin er. Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jöfn búsetuskilyrði allra landsmanna“.

  Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 09.12.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
  24. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 16. 12.2019
  10. fundur Stýrihóps heilsueflandi samfélags frá 18.12.2019
  Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020

Málsnúmer 2001001FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Á 632. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir greinargerðum frá viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, slökkviliði, lögreglu, Rauða krossinum, HSN, þjónustumiðstöð og öðrum stofnunum Fjallabyggðar.

  Lagðar voru fram greinargerðir frá eftirtöldum aðilum:
  Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar, höfnum Fjallabyggðar, slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, Skálarhlíð, íbúðakjarna við Lindargötu 2, Hornbrekku, björgunarsveitinni Strákum, björgunarsveitinni Tindi, Grunn- og leikskóla Fjallabyggðar, lögreglu og aðgerðarstjórn Almannavarnarnefndar á Akureyri.

  Í greinagerðum er farið yfir stöðuna sem upp kom, verkefni, skemmdir og nauðsynlegar úrbætur varðandi skipulag, samhæfingu, starfshætti og tækjabúnað.

  Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 03.01.2020 með samantekt og tillögum að úrbótum er snúa að sveitarfélaginu.

  Bæjarráð þakkar greinargóðar upplýsingar og yfirferð. Aðilar eru sammála um að aðgerðir hafi tekist vel en ljóst er að mikilvægt er að yfirfara skipulag, starfshætti og samhæfingu þjónustustofnana, viðbragðsaðila og annarra sem gegna veigamiklu hlutverki þegar almannavarnarástand skapast í sveitarfélaginu.

  Bæjarráð samþykkir að skipa nýjar vettvangsstjórnir í Ólafsfirði og Siglufirði. Fela bæjarstjóra að senda bréf á Rarik, Mílu og Orkusöluna vegna Skeiðsfossvirkjunar og fara fram á útskýringar og viðeigandi úrbætur.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að yfirfara og meta þörf fyrir varaafl í stofnarnir sveitarfélagsins og leggja fyrir bæjarráð.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að óska eftir upplýsingum frá einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum lögaðilum um tjón sem varð í óveðrinu sem lið í greinargerð sveitarfélagsins til átakshóps fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember sl.
  Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir og óskaði eftir að vísað yrði til bæjarráðs að skipa nýjar vettvangsstjórnir í Ólafsfirði og Siglufirði. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

  Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum að öðru leyti.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 04.12.2019 er varðar undirritun Þjónustusamnings vegna Álagningarkerfis sem sveitarfélögum er skylt samkvæmt lögum að nota við álagningu fasteignagjalda, ásamt viðauka vegna persónuverndarlaga og vinnslu persónuupplýsinga.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita þjónustusamninginn fyrir hönd sveitarfélagins.

  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars fyrir tímabilið janúar til desember 2019. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 1.178.530.077 eða 103,83% af tímabilsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Á 632. fundi bæjarráð samþykkir ráðið að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi möguleika íbúa Skálarhlíðar á að hlaða rafknúin ökutæki sín vegna fyrirspurnar Steingríms Kristinssonar dags. 04.12.2019.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar þar sem fram kemur að mögulegt er að setja hleðslustöð við hliðina á inngangi í sorpgeymslu og við bílastæði fyrir framan húsið. Miðað er við stöð sem er með aðgangsstýringu fyrir marga notendur og greiðir þá hver notandi fyrir sína notkun.

  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 með tilliti til uppsetningar fyrir fjölbýlishús í útleigu hjá Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 27.12.2019 frá fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við forsvarsmenn Síldarminjasafnsins vegna úrbóta á fráveitulögnum á lóð Síldarminjasafnsins.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 29.12.2019 vegna samantektar á viðaukum nr.13-21 við fjárhagsáætlun 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi Kristjáns Haukssonar fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar, dags. 30.12.2019 þar sem fram kemur að tjón hefur orðið á öryggisvír í skíðalyftu í Tindaöxl og ljósastaurum í Bárubraut sem rekja má til ísingar og óveðurs.

  Bæjarráð samþykkir kostnað vegna viðgerðar kr. 1.200.000. og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Kostnaði við verkið verður vísað til viðauka þegar þátttaka Náttúruhamfarasjóðs Íslands liggur fyrir.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lögð fram drög að endurnýjun á samningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðis í Tindaöxl ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2018.

  Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 2.9 1912051 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 30.12.2019 er varðar úthlutun byggðakvóta. Samkvæmt 4 gr. reglugerð nr. 675/2009, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020 falla 128 þorskígildislestir til Ólafsfjarðar og 144 þorskígildislestir til Siglufjarðar.

  Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila inn rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 27. janúar 2020.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir að smábátasjómenn og vinnsluaðilar í Ólafsfirði tilnefni sitthvorn aðilann og að smábátasjómenn og vinnsluaðilar á Siglufirði tilnefni sitthvorn aðilann til að koma með tillögur til bæjarráðs að sérstökum skilyrðum að úthlutun sem rúmast innan gildandi reglugerðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lögð fram til kynningar ályktun frá sameiginlegum fundi Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskóla frá 27.12.2019 en þar segir:
  Sameiginlegur fundur stjórna og skólamálanefnda Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla skorar á sveitarfélög að bæta til muna starfsaðstæður leikskólakennara, samræma starfskjör, fjölga undirbúningstímum og samræma starfs- og vinnutíma kennara þvert á skólastig. Raungera þarf þær breytingar í kjarasamningum og búa til betri ramma um faglegt starf í leikskólum.
  Stærsta áskorun sveitarfélaganna er að fjölga leikskólakennurum. Það vantar um 1300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi leikskólabarna eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi.
  Þann 1. janúar 2020 munu taka gildi lög sem meðal annars kveða á um leyfisbréf þvert á skólastig. Við þá breytingu verður raunveruleg hætta á að leikskólakennarar flytji sig yfir á önnur skólastig vegna ólíkra starfsaðstæðna og vinnutímafyrirkomulags. Ef sveitarfélögin hafa ekki raunverulegan áhuga á að jafna starfsaðstæður á milli skólastiga og sýna það ekki í verki við kjarasamningsborðið er leikskólastigið í alvarlegum vanda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi Helgu Maríu Pétursdóttur fyrir hönd Eyþings sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum dags. 20.12.2019 þar sem fram kemur að Eyþing auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020.

  Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
  Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Yfirlit yfir áhersluverkefni Eyþings má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is.

  Horft verður til færri og stærri styrkja á sviði umhverfis-, menningar- og atvinnumála að þessu sinni. Fram þarf að koma lýsing á verkefninu ásamt mögulegri framkvæmd þess.

  Hægt er að skila inn hugmyndum til 15. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa og að erindið verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar dags. 22.12.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort sótt hafi verið um leyfi til Fiskistofu vegna framkvæmda við brunn og dælubrunn við austurenda Bakkabyggðar með vísan í 33. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði.

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram til kynningar erindi Reynis Gunnarssonar, dags. 23.12.2019 varðandi strandveiðar - tillaga 2 Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30.12.2019 er varðar áhrif laga nr. 95/2019 á launaröðun í leik- og grunnskólum sveitarfélaga frá og með 1. janúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi Elvu Gunnlaugsdóttur fh. Eyþings, dags. 30.12.2019 þar sem fram kemur að Eyþingi hefur borist beiðni um að taka saman upplýsingar frá sveitarfélögum fyrir átakshóp fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember. Óskað hefur verið eftir greinargerð frá landshlutasamtökum um eftirfarandi þætti sem skila þarf fyrir miðjan janúar.

  1. Mat á því hvernig fyrirtæki og stofnanir sem reka mikilvæga innviði voru undirbúin fyrir óveðrið, hvernig unnið var í samræmi við viðbragðsáætlanir, hvernig til tókst að framfylgja viðbragðsáætlun, almennt mat á því hvað betur hefði mátt fara og fyrirhugaðar aðgerðir í framhaldi af því.
  2. Leggja mat á tiltækt varaafl í landshlutanum og stýringu þess við aðstæður eins og sköpuðust. Tillögur til úrbóta.
  3. Mat á samspili kerfa við aðstæður sem þessar, t.d. hversu háð fjarskiptakerfi eru raforkukerfum.
  4. Tillögur um aðgerðir til að efla viðbúnað og viðbragð, svo sem mannafla, tækjakost, stjórnun aðgerða, samskipti og upplýsingagjöf. Er nægilegur mannafli til staðar á þeim stöðum þar sem tæki og innviðir brugðust, og er tækjakostur fullnægjandi og aðgengilegur.
  5. Tillögur um aðgerðir sem styrkja innviði í byggðakjörnum og hinum dreifðu byggðum til langs tíma, svo sem fjárfestingar. Ábendingar um einstakar aðgerðir og umbótaverkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í svo grunninnviðir séu betur í stakk búnir til að mæta slíku áhlaupi næst og samfélagslegt tjón þannig lágmarkað.
  6. Ábendingar um hvernig gengið hefur að koma mikilvægum framkvæmdum í gegnum leyfisveitingarferli og stjórnsýslu undanfarin ár, nefna t.d. raunveruleg dæmi og tímalínur. Tillögur um aðgerðir sem miða að því að stuðla að skilvirku regluverki og stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga varðandi framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raforku.
  7. Aðrar aðgerðir sem skipta máli varðandi eflingu innviða og öryggi íbúa landsins.

  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjórum að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram til kynningar erindi Helgu María Pétursdóttir fyrir hönd Eyþings, dags. 30.12.2019 er varðar stofnun nýrra landshlutasamtaka á Norðurlandi eystra með sameiningu þriggja félaga, Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Ný landshlutasamtök, Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra hefja starfsemi 1. janúar 2020 og starfa þá á grundvelli kennitölu Eyþings og munu yfirtaka réttindi og skyldur atvinnuþróunarfélaganna svo og framlög sveitarfélaganna til Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

  Stjórn Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra er skipuð sjö fulltrúum og sjö til vara:

  Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Akureyri
  Kristján Þór Magnússon, Norðurþing
  Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri
  Helga Helgadóttir, Fjallabyggð
  Axel Grettisson, Hörgársveit
  Helgi Héðinsson, Skútustaðahreppi
  Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi

  Framkvæmdastjóri er Helga María Pétursdóttir
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lagt fram erindi Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 22.12.2019 ásamt fundargerð aðalfundar félagsins frá 31.08.2019 og ársreikningi 2018.

  Í erindinu kemur fram að á aðalfundi Veiðifélags Ólafsfjarðar fyrir árið 2018 hafi verið ákveðið að greiða samtals kr. 6.000.000.- af uppsöfnuðum arði sem skiptist samkv. eignarhluta landareigenda. Eignarhlutur Fjallabyggðar er 13,53% og nam arðgreiðslan kr. 811.811.-

  Þá var einnig samþykkt eftirfarandi áskorun til bæjarstjórnar Fjallabyggðar
  "Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 31. ágúst 2019 beinir því til bæjarstjórnar Fjallabyggðar að banna alla netaveiði fyrir landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn".

  Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 634. fundur - 07.01.2020 Lögð fram til kynningar 877. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.12.2019

  Bæjarráð tekur undir lið 2 í fundargerð stjórnar.

  "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sendir stjórnendum sveitarfélaga og íbúum þeirra sem nú glíma við afleiðingar óveðursins kveðju, um leið og hún þakkar björgunaraðilum, starfsmönnum veitufyrirtækja og öðrum sem tekið hafa þátt í viðbrögðum við afleiðingum þess óveðurs sem dunið hefur á landinu undanfarna daga. Stjórnin hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja raforkuöryggi um allt land sem allra fyrst. Það er með öllu óásættanlegt að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar búi við slíkt óöryggi sem raunin er. Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jafna búsetuskilyrði allra landsmanna."
  Bókun fundar Afgreiðsla 634. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020

Málsnúmer 2001004FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lagt fram til kynningar launayfirlit fyrir tímabilið janúar til desember 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lögð fram greinargerð frá Rauða Krossinum í Eyjafirði dags. 10. janúar 2020. Einnig drög að bréfum bæjarstjóra til Mílu, Orkusölunnar og Rarik dags. 10.01.2020.

  Bæjarráð þakkar Rauða Krossinum í Eyjafirði greinargóð svör.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að bréfum og felur bæjarstjóra að senda á Mílu, Orkusölunnar og Rarik.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lagt fram erindi Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur fh. Alþýðuhússins á Siglufirði, dags. 09.01.2020 þar sem óskað er eftir styrk í formi afsláttar að sundlaugum sveitarfélagsins, líkt og veittur var á síðast liðnu ári vegna komu útskriftarnema Listaháskóla Íslands dagana 14. - 26. janúar nk.. Nemendur munu vinna undir leiðsögn Aðalheiðar Eysteinsdóttur, Sindra Leifssonar og Arnars Ómarssonar í Alþýðuhúsinu, í samstarfi við Herhúsið, Segul 67 og fleiri fyrirtæki og aðila í sveitarfélaginu.

  Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu, - frístunda og menningarmála.

  Bæjarráð samþykkir að veita styrk í formi afsláttar að sundlaugum í sveitarfélaginu. Áætlaður styrkur kr. 55.440 færist á lykil 06810-9291 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lögð fram drög að svari við erindi Eyþings, dags. 30.12.2019 vegna upplýsingaöflunar í greinargerð sem Eyþing tekur saman fyrir hönd landshlutans að beiðni átakshóps fimm ráðuneyta sem stofnaður var í kjölfar óveðurs um miðjan desember.

  Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og felur bæjarstjóra að senda á Eyþing.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 06.01.2020 er varðar drög að umsögn sambandsins um frumvarp um þjóðgarða og Þjóðgarðastofnun, mál nr. 318/2019. Áherslur í þeirri umsögn sem nú hefur verið unnin snúa fyrst og fremst að því að meta breytingar sem gerðar hafa verið á frumvarpinu. Samantekt á þeim breytingum í greinargerð með frumvarpsdrögum er svohljóðandi:
  Hluti af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpi þessu frá því að það var lagt fram á 149. löggjafarþingi stafa af því að ýmis sérákvæði um Vatnajökulsþjóðgarð breytast og færast yfir í sérstakt frumvarp um Hálendisþjóðgarð. Aðrar breytingar á frumvarpinu eru m.a. þær að tekin er upp í 7. gr. frumvarpsins almenn heimild til friðlýsingar lands sem þjóðgarðs. Þá eru sett inn ákvæði um upplýsingagjöf forstjóra til stjórna og umdæmisráða og skerpt á skyldum þessara eininga allra gagnvart ákvæðum laga um opinber fjármál. Þá er lagt til að stjórn þjóðgarðsins á Þingvöllum og Þingvallanefnd verði ein og sama einingin. Er þetta gert til einföldunar. Þá er skerpt á ákvæðum um leyfisveitingar og gjaldtöku.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Á 634. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna áskorunar aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar þess efnis að bæjarstjórn bannaði alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.

  Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020.

  Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að banna alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn og að deildarstjóra tæknideildar verði falið að koma því á framfæri með auglýsingu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lögð fram drög að Reglum varðandi framlagningu viðauka í bæjarstjórn Fjallabyggðar í samræmi við verklagsreglur reikningsskila- og upplýsinganefndar sem settar eru skv. 63. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um viðauka við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga.

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 635. fundur - 15. janúar 2020 Lögð fram til kynningar 241. fundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar frá 13.12.2019
  Í fyrsta fundarlið, raforkuflutningar ályktar stjórn AFE eftirfarandi:

  „Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi."

  Bæjarráð samþykkir að taka undir ályktun stjórnar AFE um raforkuflutninga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 635. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 636

Málsnúmer 2001005FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

  Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Lagðar fram umsóknir um styrki til reksturs safna og setra í Fjallabyggð fyrir árið 2020. Alls bárust fjórar umsóknir, samtals að upphæð 4.500.000.

  Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2020, samtals kr. 2.750.000.

  Bæjarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til reksturs safna og setra í Fjallabyggð árið 2020, samtals kr. 2.750.000 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Til máls tók Helga Helgadóttir.

  Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.4 1902053 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • 4.7 2001039 Orkumál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson og Helga Helgadóttir.

  Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 636. fundur - 21. janúar 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 636. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16. desember 2019

Málsnúmer 1912005FVakta málsnúmer

 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16. desember 2019 Málþing ungmenna á Norðurlandi eystra sem vera átti á Húsavík dagana 12.-13. desember var frestað vegna veðurs. Frá Fjallabyggð fara þrír fulltrúar Ungmennaráðs Fjallabyggðar. Fyrirhugað er að halda málþingið í janúar 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 24. fundur - 16. desember 2019 Farið yfir reglur um frístundastyrki 2020 en Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur hækkað frístundastyrk til barna á aldrinum 4-18 ára um 2500 krónur og er frístundastyrkur pr. barn því 35000 krónur fyrir árið 2020. Ungmennaráð fagnar þessari hækkun og vill koma því á framfæri að foreldrum munar mikið um þennan styrk, sérstaklega þar sem börn eru mörg eða þar sem fólk hefur ekki mikið á milli handanna. Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir og S. Guðrún Hauksdóttir.

  Afgreiðsla 24. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18. desember 2019

Málsnúmer 1912003FVakta málsnúmer

 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18. desember 2019 Heilsueflandi Fjallabyggð hélt nuddboltanámskeið í desember bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði og var námskeiðið ágætlega sótt. Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið.
  Stýrihópurinn hefur áhuga á að bjóða upp á dansnámskeið aftur á nýju ári.
  Þá hefur stýrihópurinn hug á að bjóða upp á fría kynningartíma með leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins í upphafi næsta árs eins og áður hefur verið gert.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags 18. desember 2019 staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18. desember 2019 Stýrihópur Heilsueflandi samfélags áformar að senda íbúum, fyrirtækjum og stofnunum í Fjallabyggð nýárskveðju með hvatningarorðum um heilsueflingu á nýju ári. Þá vill stýrihópurinn vekja athygli á bæklingi sem finna má á vef Embættis landlæknis og hefur að geyma ráðleggingar fyrir vinnustaði um heilsueflingu starfsfólks.
  Stýrihópurinn hvetur stofnanir Fjallabyggðar til að sýna gott fordæmi og huga að heilsueflingu sinna starfsmanna.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags 18. desember 2019 staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur -15.01.2020

Málsnúmer 2001003FVakta málsnúmer

 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur -15.01.2020 Helgi Jóhannsson vék af fundi við afgreiðslu þessarar liðar.
  Erindi samþykkt.
  Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur -15.01.2020 Nefndin samþykkir að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst.. Tæknideild falið að koma með tillögu að götum þar sem hámarkshraði verði lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur -15.01.2020 Mögulegar staðsetningar fyrir hundagerði eru á gamla flugvellinum í Ólafsfirði, sunnan við Héðinsfjarðargöng og við Skarðsveg á Siglufirði, vestan við Hól. Nefndin bendir á að svæðið í Ólafsfirði hefur verið tekið frá fyrir Framfarafélag Ólafsfjarðar til tveggja ára sem senn líkur (8. maí 2020), að öðru leyti gerir nefndin ekki athugasemdir við staðsetningarnar. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 250. fundur -15.01.2020 Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 250. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 60

Málsnúmer 1912006FVakta málsnúmer

 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 16. janúar 2020 Á 627. fundi, 5. nóvember 2019, samþykkti bæjarráð að vísa þeim hluta styrkumsóknar Markaðsstofu Ólafsfjarðar er fjallar um söguskilti til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar við styrkúthlutun ársins 2020.
  Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknina til umfjöllunar í tengslum við mál nr. 1910038 Styrkumsóknir 2020 - Menningarmál. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að afgreiðslu umsóknar til bæjarstjórnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 16. janúar 2020 Markaðs- og menningarnefnd fór yfir styrkumsóknir fyrir árið 2020 til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 60. fundur - 16. janúar 2020 Verið er að endurhanna vefsvæði fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Bókasafn Fjallabyggðar. Kynnt voru áform um hönnun á merki þessara stofnanna. Bókun fundar Afgreiðsla 60. fundar Markaðs- og menningarnefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 80

Málsnúmer 2001002FVakta málsnúmer

 • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 80. fundur - 20. janúar 2020 Fræðslu- og frístundanefnd, samþykkti í fjarfundi 20. janúar 2020 afgreiðslu styrkumsókna til fræðslumála 2020. Ein umsókn barst og vísar fræðslu- og frístundanefnd afgreiðslu hennar til Bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 80. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Breyting í skipan í stjórn Hornbrekku:

Varamaður verður Ida Semey í stað Sóleyjar Önnu Pálsdóttur.

Notendaráð fatlaðra :
Aðalmenn : Kristín Andrea Friðriksdóttir og Viðar Aðalsteinsson
Varamenn : Baldur Ævar Baldursson og Hrafnhildur Sverrisdóttir

Fulltrúi bæjarstjórnar er Nanna Árnadóttir.


Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

11.Auglýsing um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 1910152Vakta málsnúmer

Til máls tóku Helga Helgadóttir, Jón Valgeir Baldursson og S. Guðrún Hauksdóttir

Bæjarstjórn samþykkir að óska eftir eftirfarandi sérstökum skilyrðum við úthlutun byggðakvóta við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með þeim rökum sem upp hafa verið talin.

a) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

Samþykkt með 7 atkvæðum á 180. fundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:15.