Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18. desember 2019

Málsnúmer 1912003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 180. fundur - 22.01.2020

  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18. desember 2019 Heilsueflandi Fjallabyggð hélt nuddboltanámskeið í desember bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði og var námskeiðið ágætlega sótt. Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið.
    Stýrihópurinn hefur áhuga á að bjóða upp á dansnámskeið aftur á nýju ári.
    Þá hefur stýrihópurinn hug á að bjóða upp á fría kynningartíma með leiðsögn í líkamsræktum sveitarfélagsins í upphafi næsta árs eins og áður hefur verið gert.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags 18. desember 2019 staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Stýrihópur Heilsueflandi samfélags - 10. fundur - 18. desember 2019 Stýrihópur Heilsueflandi samfélags áformar að senda íbúum, fyrirtækjum og stofnunum í Fjallabyggð nýárskveðju með hvatningarorðum um heilsueflingu á nýju ári. Þá vill stýrihópurinn vekja athygli á bæklingi sem finna má á vef Embættis landlæknis og hefur að geyma ráðleggingar fyrir vinnustaði um heilsueflingu starfsfólks.
    Stýrihópurinn hvetur stofnanir Fjallabyggðar til að sýna gott fordæmi og huga að heilsueflingu sinna starfsmanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar Stýrihóps Heilsueflandi samfélags 18. desember 2019 staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.