Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019

Málsnúmer 1912004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 180. fundur - 22.01.2020

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Bæjarráð samþykkir að setja á laggirnar vinnuhóp vegna framkvæmda við gervigrasvöll í Ólafsfirði sem í sitja bæjarstjóri, deildarstjóri tæknideildar og tveir fulltrúar úr stjórn KF. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Á 632. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir að fá greinargerð frá viðbragðsaðilum, björgunarsveitum, slökkviliði, lögreglu, Rauða krossinum, HSN, þjónustumiðstöð og öðrum stofnunum bæjarfélagsins.

    Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar þar sem greinargerðir hafa ekki borist frá öllum aðilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkir eftirfarandi bókun:

    Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur ákveðið að styrkja björgunarsveitirnar Stráka og Tind um kr. 1.500.000 hvora sveit. Bæjarstjórn þakkar enn og aftur björgunarsveitunum fyrir mikið og óeigingjarnt starf við björgunarstörf á meðan að óveðrið gekk yfir.

    Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 20/2019 að upphæð kr. 3.000.000 við deild 07810, lykill 9291 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2019.

    Bókun fundar Tómas Atli Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

    Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 10.12.2019 þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til nýrra fjarskiptalaga hafa verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda.
    Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drögin, eigi síðar en 6. janúar 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Samgöngustofu, dags. 16.12.2019 er varðar samantekt Samgöngustofu á þeim breytingum sem gerðar hafa verið í nýjum umferðarlögum sem samþykkt hafa verið á Alþingi og taka gildi nú um áramót. Samantektina má nálgast á vef Samgöngustofu https://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla/ny-umferdarlog/ Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.12.2019 og varðar ályktun stjórnar sambandsins frá 13.12.2019 þess efnis að Almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi:
    Ályktun stjórnar er eftirfarandi.

    „Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sendir stjórnendum sveitarfélaga og íbúum þeirra sem nú glíma við afleiðingar óveðursins kveðju, um leið og hún þakkar björgunaraðilum, starfsmönnum veitufyrirtækja og öðrum sem tekið hafa þátt í viðbrögðum við afleiðingum þess óveðurs sem dunið hefur á landinu undanfarna daga. Stjórnin hvetur ríkisstjórn Íslands, Alþingi, Landsnet og veitufyrirtæki til að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja raforkuöryggi um allt land sem allra fyrst. Það er með öllu óásættanlegt að stór hluti íbúa landsbyggðarinnar búi við slíkt óöryggi sem raunin er. Stjórnvöldum ber skylda til að haga málum þannig að almanna- og öryggishagsmunir verði ávallt hafðir í fyrirrúmi við uppbyggingu og rekstur innviða sem eiga að tryggja öryggi og jöfn búsetuskilyrði allra landsmanna“.

    Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 09.12.2019 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020 - 2034, 435. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 633. fundur - 20. desember 2019 Lagðar fram til kynningar fundargerðir
    24. fundar Ungmennaráðs Fjallabyggðar frá 16. 12.2019
    10. fundur Stýrihóps heilsueflandi samfélags frá 18.12.2019
    Bókun fundar Afgreiðsla 633. fundar bæjarráðs staðfest á 180. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.