Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

60. fundur 16. janúar 2020 kl. 17:00 - 19:30 Ólafsvegi 4, Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Stefánsson formaður, D lista
  • Jón Kort Ólafsson aðalmaður, H lista
  • Sigríður Guðmundsdóttir aðalmaður, D lista
  • Ægir Bergsson varaformaður I lista
Starfsmenn
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Ída M. Semey boðaði forföll og varamaður hennar einnig.

1.Umsókn um styrk frá Fjallabyggð 2020

Málsnúmer 1910139Vakta málsnúmer

Á 627. fundi, 5. nóvember 2019, samþykkti bæjarráð að vísa þeim hluta styrkumsóknar Markaðsstofu Ólafsfjarðar er fjallar um söguskilti til markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar við styrkúthlutun ársins 2020.
Markaðs- og menningarnefnd tók umsóknina til umfjöllunar í tengslum við mál nr. 1910038 Styrkumsóknir 2020 - Menningarmál. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu að afgreiðslu umsóknar til bæjarstjórnar.

2.Styrkumsóknir 2020 - Menningarmál

Málsnúmer 1910038Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd fór yfir styrkumsóknir fyrir árið 2020 til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd vísar tillögu um úthlutun til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Merki heimasíðu bóka- og héraðsskjasafns og listaverkasafns Fjallabyggðar

Málsnúmer 2001018Vakta málsnúmer

Verið er að endurhanna vefsvæði fyrir Listaverkasafn Fjallabyggðar, Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og Bókasafn Fjallabyggðar. Kynnt voru áform um hönnun á merki þessara stofnanna.

Fundi slitið - kl. 19:30.