Bæjarstjórn Fjallabyggðar

165. fundur 20. september 2018 kl. 17:00 - 19:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir 1.varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varabæjarfulltrúi, D lista
  • Tómas Atli Einarsson bæjarfulltrúi, D lista
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir Forseti bæjarstjórnar I-lista
  • Nanna Árnadóttir bæjarfulltrúi, I lista
  • Helgi Jóhannsson varabæjarfulltrúi, H lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir bæjarfulltrúi, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018

Málsnúmer 1808011FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Særún Hlín vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
    Lagt fram erindi frá Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur aðstoðarleikskólastjóra ásamt minnisblaði Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem þess er óskað að Kristín María Hlökk Karlsdóttir fái að dreifa áður samþykktu árs námsleyfi á tvö skólaár, 9. mánuði í senn, og stunda 50% starf með námi þar sem ekki fékkst afleysing í stöðu aðstoðarskólastjóra í 100% starfshlutfall. Námsleyfi verður tekið í samráði við leikskólastjóra.
    Bæjarráð samþykkir að veita Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur námsleyfi í tvö ár á móti 50% starfshlutfalli aðstoðarskólastjóra.
    Bókun fundar Særún Hlín Laufeyjardóttir vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
    Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lögð fram drög að útboði á ræstingu á húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) á Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að auglýsa útboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lögð fram drög að útboði á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólar Ólafsfirði .
    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála að auglýsa útboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála vegna áætlaðs kostnaðar við móttöku ráðstefnugesta á EcoMEDIAeurope, ráðstefnu sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga dagana. 15.-19. október nk.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Gunnar Ingi Birgisson fór yfir greiningu á innra starfi Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram erindi Sambands íslenskara sveitarfélaga dags. 24. ágúst 2018 vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga nr. 90/2018 í leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá forsvarsmönnum Göngum í skólann þar sem hvatt er til þess að skólar á svæðinu taki þátt og auðveldi börnum og foreldrum að velja virkan ferðamáta. Göngum í skólann verkefnið verður sett af stað í tólfta sinn þann 5. september nk. og líkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram erindi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fagnar 90 ára afmæli sínu á árinu. Sveitarfélaginu er boðið að senda afmæliskveðju í formi auglýsingar í tímaritið Björgun.
    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem færist af lið 21810, lykli 9291 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
    Bæjarráð óskar Slysavarnafélaginu Landsbjörg til hamingju með afmælið og þakkar óeigingjarnt og vel unnið starf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lögð fram 307. fundargerð stjórnar Eyþings frá 28. ágúst 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.11 1808009F Stjórn Hornbrekku - 8
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Fundargerð stjórnar Hornbrekku. Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018

Málsnúmer 1809003FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagður fram tölvupóstur dags. 06.09.2018 frá Agli Rögnvaldssyni þar sem hann segir sig úr Fjallskilanefnd Fjallabyggðar vegna synjunar Skipulags- og umhverfisnefndar á umsókn hans um að halda fjögur sauðfé í Fákafeni 9, Siglufirði. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram yfirlit staðgreiðslu útsvars frá 1. janúar til 31. ágúst 2018. Innborganir nema 702.291.402 kr. Sem er 100,53% af tímabilsáætlun sem gerði ráð fyrir 698.561.616 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir launagreiðslur fyrir tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 09.09.2018 vegna verðkönnunar í símkerfi Fjallabyggðar frá Símanum og Boðleið. Í báðum tilfellum gefa fyrirtækin verð í kaup á símkerfi og leigu símkerfis.
    Deildarstjóri leggur til að gerður verði samningur við Símann um leigu á símkerfi þar sem um hagstæðari lausn er að ræða.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Símann vegna Símvistar - leigu og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála úrvinnslu málsins.

    Áætlaður kostnaður rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lögð fram drög að vinnureglum fyrir töku orlofs starfsmanna Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála, dags. 10.09.2018 vegna umsóknar Birnu Hlínar Hilmarsdóttur, starfsmanns Leikskála á Siglufirði um launað leyfi í námslotum vegna BA náms í Uppeldis- og menntunarfræðum skólaárið 2019/2020. Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að umsókn Birnu Hlínar verið samþykkt með vísan í 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi sem samþykktar voru á 134. fundi Bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

    Bæjarráð samþykkir að veita Birnu Hlín launað námsleyfi skólaveturinn 2019/2020 í samræmi við 4. gr. Viðmiðunarreglna um launað leyfi og vísar áætluðum kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Undir þessum lið sátu Ríkey Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála og Haukur Sigurðsson, forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.

    Á 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar, þann 30.08.2018 fjallaði nefndin um erindi frá íbúum um lengdan opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar. Fól nefndin deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að taka saman kostnað við lengdan opnunartíma og vísaði erindinu jafnframt til bæjarráðs.

    Lagt fram minnisblað frá deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála dags. 03.09.2018 þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður við að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga í Fjallabyggð um fjóra tíma á laugardögum og sunnudögum er kr. 580.662 á mánuði og er þá ótalinn annar rekstrarkostnaður sem fellur til vegna lengdrar opnunar.

    Áætlaður kostnaður við að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðva/sundlauga um tvo tíma á laugardögum og sunnudögum er kr. 290.327, á mánuði fyrir utan annan rekstrarkostnað sem til fellur vegna lengdrar opnunar.

    Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    Bókun fundar Til máls tóku Særún Hlín Laufeyjardóttir, Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Á 568. fundi bæjarráðs, þann 21. 08. 2018, óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála vegna erindis frá Bolla og bedda ehf um að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann vegna aukins fjölda húsbíla.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að athugun hafi leitt í ljós að opnunartími í nágrannasveitarfélögum samkvæmt heimasíðu tjalda.is hafi leitt í ljós að opnunartími tjaldsvæðis í Ólafsfirði sé mjög svipaður og á flestum öðrum tjáldsvæðum á Norðurlandi. Einungis tjaldsvæðin á Blönduósi og í Kjarnaskógi eru opin allt árið en í Kjarnaskógi er aðeins full þjónusta yfir sumartímann.

    Deildarstjóri telur ekki ástæðu til að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið allt árið ef tekið sé mið af opnunartíma annarra tjaldsvæða á Norðurlandi. Deildarstjóri bendir hins vegar á að samræma ætti opnunartíma tjaldsvæða í Fjallabyggð og lengja opnunartíma tjaldsvæðis í Ólafsfirði til 15. október, í stað 15. september í samræmi við tjaldsvæðið á Siglufirði.

    Bæjarráð telur, í ljósi ofangreinds, ekki ástæðu til að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann en felur deildarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bolla og bedda ehf um opnun til 15. október í samræmi við opnunartíma tjaldsvæðis á Siglufirði.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Helga Helgadóttir.

    Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, þann 05.09.2018, samþykkt nefndin umsókn Ólafs Á. Ólafssonar um lóðina Skógarstíg 10 á Siglufirði og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að úthluta Ólafi Á. Ólafssyni lóðinni að Skógarstíg 10 á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, þann 05.09.2018, samþykkt nefndin umsókn Atla Jónssonar um lóðina Skógarstíg 2 á Siglufirði og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    Bæjarráð samþykkir að úthluta Atla Jónssyni lóðinni að Skógarstíg 2 á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Á 59. Fundi fræðslu,- og frístundanefndar Fjallabyggðar var tekið fyrir erindi UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum.

    Fræðslu- og frístundanefnd tók vel í erindið þar sem möguleiki eykst á samfelldu skóla- og frístundastarfi eldri nemenda og vísaði málinu til bæjarráðs þar sem ekki er gert ráð fyrir ferðunum á fjárhagsáætlun 2018.

    Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að þörf sé fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 frá Siglufirði og frá Ólafsfirði kl. 17:50.

    Borist hafa verðtilboð frá tveimur aðilum

    Hópferðabílar Akureyrar (HBA), 1 ferð kr. 7.100. eða 14.200 tvær ferðir/dagur.
    Magnús Þorgeirsson 1 ferð kr. 12.000 eða 24.000 tvær ferðir/dagur.

    Bæjarráð samþykkir að taka tilboði HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 til reynslu og vísar kostnaði kr. 454.000 í viðauka nr.11/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við HBA og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagður fram tölvupóstur, dags. 10.09.2018, frá Jóni Valgeir Baldurssyni fh. H - lista þar sem óskað er eftir svörum við eftirfarandi spurningum frá Fjallabyggð vegna opnunar flugvallar á Siglufirði,

    -Hvaðan fjármagnið sem fór í framkvæmdirnar á flugvellinum á Siglufirði kemur? Sem sagt hver borgar brúsann?

    - Hver sér um snjómokstur og fjármögnun á því?

    - Hver er ábyrgur fyrir flugvellinum, s.s rekstrinum, umsjón með flugumferð/flugumferðarstjórnun?

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.
    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.08.2018, varðandi Alheimshreinsunardaginn sem fram fer þann 15. september 2018. Sveitarfélagið er hvatt til þess að koma fyrir gámum eða stórum sekkjum á ákveðnum stöðum þennan dag, ef veður leyfir og auðvelda þar með íbúum að hreinsa til og flokka rusl. Einnig er sveitarfélagið beðið um að kynna daginn og hvetja íbúa til dáða. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun plasts á landi og í sjó en talið er að um milljón sjófuglar og 100 þúsund sjávarspendýr og skjaldbökur drepist árlega vegna þess að þau festast í plasti eða éta plastefni.

    Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar úrvinnslu málsins.
    Bókun fundar Til máls tók Særún Hlín Laufeyjardóttir.

    Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.14 1809020 Trúnaðarmál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram erindi frá Blakfélag Fjallabyggðar, dags. 03.09.2018, þar sem félagið sækir um styrk í formi endurgjaldslausra afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar 13. og 14. október vegna úthlutunar túrneringu á Íslandsmóti neðri deildar fullorðinna tímabilið 2018-2019. Fjöldi liða sem munu spila í 2. deild karla, 3. deild karla og 3. deild kvenna verða 26 og reikna má með 250 keppendum í Fjallabyggð þessa helgi.

    Bæjarráð samþykkir að veita Blakfélagi Fjallabyggðar styrk að upphæð kr. 680.000 í formi afnota af íþróttahúsum Fjallabyggðar sem er vísað í viðauka nr. 12/2018.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytinu dags. 30. ágúst 2018 þar sem fram kemur að opnað hefur verið fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlunasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Sérstök áhersla verður lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf og verða verkefni sem hafa varanleg og veruleg jákvæð áhrif á þróun byggðar og búsetu sett í forgang. Alls verður 120 milljónum króna veitt til sértækra verkefna svæðanna. Umsóknarfrestur er til miðnættis 30. september 2018. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Gunnar I. Birgisson.

    Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Anítu Einarsdóttur f.h. yfirstjórnar HSN dags. 31. ágúst 2018. Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) verður haldin í Hofi fimmtudaginn 20. september nk. Kl. 13:30. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Fiskistofu, dagsett 31. 08. 2018, varðandi úthlutun aflamarks fyrir fiskveiðiárið 2018/2019. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Náttúruhamfaratrygginga Íslands, dags. 21. ágúst 2018 er varðar breytingu á lögum og upprifjun á hlutverki stofnunarinnar. Hvatt er til þess að sveitarfélög viðhaldi réttu vátrygginarverðmæti eigna sinna og upplýsi um ný mannvirki reglulega.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 27. ágúst 2019, er varðar endurmat á fasteignamati allra fasteingna. Nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember nk. sbr. 32. gr. a laga, nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna.
    Nýtt fasteignamat endurspeglar gangverð fasteigna miðað við síðastlitinn febrúarmánuð. Í Fjallabyggð hækkar fasteignamat um 14,6% og lóðarmat um 12,1%. Frekari gögn og upplýsingar um fasteignamat 2019 er að finna á vef Þjóðskrár.

    Bæjarráð samþykkri að óska eftir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar með tilliti til lækkunar fasteignagjalda fyrir umræðu um fjárhagsáætlun 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lögð fram til kynningar fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. ágúst 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 571. fundur - 11. september 2018 Lagðar fram til kynningar fundargerðir; 113. fundar félagsmálanefndar Fjallabyggðar, 59. fundi fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar og 230. fundur skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar. Bókun fundar Afgreiðsla 571. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018

Málsnúmer 1809004FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram erindi dags. 31.08.2018 frá Pétri Þór Jónssyni framkvæmdastjóra Eyþings til aðildarsveitarfélaga varðandi tillögu Gunnars I. Birgissonar til aðalfundar Eyþings sem haldinn verður 21. - 22. september nk. um að fjölga fulltrúum í stjórn Eyþings úr sjö í níu. Með því móti eiga fjölmennustu sveitarfélögin stjórnarmenn í stjórn Eyþings að staðaldri en þegar fulltrúar sveitarfélaga sitja ekki í stjórn koma þeir takmarkað að umræðu og ákvörðunartöku innan Eyþings og ábyrgð stjórnar er óljós. Fundir í fulltrúaráði Eyþings eru sjaldgæfir og samskipti við þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn eru af skornum skammti.

    Bæjarráð samþykkir tillögu Gunnars I Birgissonar fyrir sitt leyti.
    Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð hafa hingað til skipst á að skipa fulltrúa í stjórn Eyþings í tvö ár í senn.
    Verði tillagan samþykkt á aðalfundi Eyþings skipa sveitarfélögin sinn fulltrúann hvort.
    Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Bæjarráð samþykkti á 564. fundi sínum, 6. júlí sl. samning um afnot Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar Fjallabyggð af líkamsræktarsal íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar í Ólafsfirði. Í 8. gr. samnings segir að bókfærður kostnaður vegna leigu á líkamsræktarsalnum skuli millifærður sem styrkur til Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar Fjallabyggð.

    Bæjarráð samþykkir að vísa styrk að upphæð kr. 554.664 í viðauka nr.13/2018 samkvæmt 8. gr. samningsins við deild 06810 og lykill 9291 og bókast sem tekjur við deild 06510 og lykill 0258.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram til kynningar vinnuskjal vegna viðauka 4-13 við fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar, dags. 17.09.2018 þar sem óskað er eftir samþykki til að framlengja samningi um vátryggingaviðskipti Fjallabyggðar við Sjóvá, um eitt ár í samræmi við 7. gr. samningsins.

    Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn um eitt ár, eða til 31. desember 2019 og felur deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lögð fram drög að samningi milli Siglunes Guesthouse ehf og Fjallabyggðar um leigu húsnæðis að Lækjargötu 8, Siglufirði fyrir félagsmiðstöðina Neon.
    Leigutímabil er frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

    Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Á 571. fundi bæjarráðs dags. 11. september 2018 samþykkti ráðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 og fól deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að ganga frá samningi við HBA og leggja fyrir bæjarráð.

    Lögð fram drög að viðauka með samningi um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð 2017-2020 vegna viðbótaferða vegna frístunda, september - desember 2018.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála að undirrita samkomulagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lögð fram tillaga, dags. 17.09.2018 frá Jóni Valgeir Baldurssyni fyrir hönd H- listans þar sem lagt er til að skipaður verði vinnuhópur sem hafi það að markmiði að koma með tillögur til bæjaryfirvalda er varða byggðakvóta í Fjallabyggð. Í vinnuhópnum sitji þrír fulltrúar smábátasjómanna, tveir- þrír fulltrúar fiskvinnslunnar og þrír fulltrúar sveitarfélagsins. Ástæða þess að tillagan er lögð fram er að undanfarin ár hefur ekki náðst að úthluta þeim byggðarkvóta sem fallið hefur í hlut Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Markmiðið er að finna ástæður þess.

    Tillagan felld með tveimur atkvæðum Helgu Helgadóttir og Nönnu Árnadóttur gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar.

    Meirihluti bæjarráðs bendir á að byggðakvóta er úthlutað á grundvelli 10 gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, með síðari breytingum. Fiskistofa annast úthlutun aflaheimilda sem koma í hlut einstakra byggðarlaga, til fiskiskipa í samræmi við reglugerð um úthlutun byggðarkvóta til byggðarlaga og fiskiskipa á hverju fiskveiðiári. Þá er fiskvinnslum og eigendum útgerða skylt að undirrita samning um vinnslu afla þar sem aðilar staðfesta að afli sem tiltekið skip landar vegna byggðarkvóta hjá nafngreindri fiskvinnslu, verði unninn þar sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 604/2017. Eftirlit er á höndum Fiskistofu.

    Tillaga meirihluta bæjarráðs er að fela hagsmunaaðilum þ.e. vinnslum og útgerðum, að koma sér saman um tillögur til úrbóta, þ.e. raunhæfar tillögur sem tryggja að úthlutaður byggðakvóti sé veiddur og verðmæti nýtt, og leggja fyrir bæjarráð. Undanfarin ár hefur úthlutaður byggðarkvóti ekki verið veiddur nema að hluta og verðmæti glatast.

    Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum Helgu Helgadóttir og Nönnu Árnadóttur gegn einu atkvæði Jóns Valgeirs Baldurssonar.

    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Helga Helgadóttir og Gunnar I. Birgisson.

    Tillaga Jón Valgeirs Baldurssonar f.h. H - listans borin upp til samþykktar, tveir samþykkja með tillögunni Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir. Tillagan felld með 5 atkvæðum, Helgu Helgadóttir, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni.

    Tillaga meirihlutans samþykkt með 5 atkvæðum, Helgu Helgadóttir, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti tveimur atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.

    Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir Daniel Stähelin kt.030371-2599, til sölu gistingar í flokki II að Hávegi 14, Siglufirði.

    Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram erindi, dags. 07.09.2018 frá Jóel Inga Sæmundssyni er varðar styrk frá sveitarfélögum að upphæð 150.000 til 225.000 og afnot af sýningaraðstöðu vegna verkefnisins, Landsbyggðarleikhús sem fer af stað 2019 og felst í því að koma leiklistinni til landsbyggðarinnar. Markmiðið er að fara með þrjú verk á næsta ári, barn,- drama- og gaman leikrit, á landsbyggðina. Með styrk tryggja sveitarfélög sér sýningarnar. Sjái sveitafélög sér ekki fært að verða við styrk eru þau beðin um að koma á framfæri upplýsingum um fyrirtæki sem vildu styðja verkefnið.

    Bæjarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar í markaðs- og menningarnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram erindi, dags. 10.09.2018 frá Ragnheiði Evu Jónsdóttur meistaranema við lagadeild Háskólans í Reykjavík er varðar spurningalista vegna álagningar fjallskila sem sveitarfélagið er beðið um að svara og verður nýtt í vinnslu á meistaraverkefni Ragnheiðar Evu.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að svara erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi Sensa, dags. 11.09.2018 er varðar aðstoð fyrirtækisins við sveitarfélög innan Evrópska efnahagssvæðisins sem vilja sækja um styrk til uppsetningar á opnu þráðlausu neti í almenningsrýmum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram erindi dags. 05.09.2018 er varðar boð á fyrirtækjasýningu í Hofi Akureyri sem þrettán færeysk fyrirtæki standa að þann 19. september nk. kl. 13. Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lögð fram til kynningar, umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun.
    Umsagnir sveitarfélaga eru einnig aðgengilega á vef Sambandsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram erindi, dags. 07.09.2018 frá Félagsráðgjafafélagi Íslands varðandi breytingu á lögum um félagsþjónustu sem tekur gildi 1. október 2018. Vakin er athygli á ríkari skyldu sveitarfélaga til að hafa á að skipa félagsráðgjöfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögunum. Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 572. fundur - 18. september 2018 Lagt fram til kynningar, Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 20. september nk. Málþing sveitarfélaga um jafnréttismál sem og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verða daginn eftir eða föstudaginn 21. september nk.
    Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir, formaður félagsmálanefndar Fjallabyggðar mun sækja viðburðina fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 572. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018

Málsnúmer 1808010FVakta málsnúmer

  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Síðustu 2-3 ár hefur eftirspurn eftir útleigu íþróttasals grunnskólans fyrir barnaafmæli farið vaxandi. Umgengni um salinn hefur verið misjöfn og misvel gengið frá sem kallar á aukna ræstingu og vinnu utan dagvinnutíma. Nefndin leggur til að útleigu á íþróttasal undir barnaafmæli verði hætt. Áfram verður salurinn leigður út fyrir íþróttatengda viðburði. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Á síðasta fundi Fræðslu- og frístundanefndar var tekið fyrir erindi frá UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarnanna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum. Óskað var eftir að boðið yrði upp á rútuferð frá Siglufirði kl 17.00 og frá Ólafsfirði kl.17.30. Við nánari skoðun á tímatöflu íþróttafélaganna kom í ljós að þörf er fyrir ferðir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 frá Siglufirði og 17:50 frá Ólafsfirði. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að skoða hvaða möguleikar væru í stöðunni. Gerð var verðfyrirspurn hjá nokkrum aðilum og tveir aðilar skiluðu inn verði. Hagstæðast er að semja við HBA um aukinn akstur skólarútu sem nemur þessum ferðum.

    Fræðslu- og frístundanefnd telur að með því að verða við þessari beiðni sé möguleiki á samfellu skóla- og frístundastarfs eldri nemenda aukinn. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs til afgreiðslu þar sem er ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði í núverandi fjárhagsáætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Lagðar fram endurskoðaðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Fræðslu- og frístundanefnd vísar endurskoðuðum reglum til UÍF til umsagnar. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór yfir starfsáætlun félagsmiðstöðvarinnar fyrir veturinn. Áætlað er að starfið hefjist 21. september og því ljúki 3. maí. Auglýst hefur verið eftir leiðbeinendum. Tveir starfsmenn frá fyrra starfsári hafa sýnt áhuga á áframhaldandi starfi. Starfið verður tvö kvöld í viku, eitt í hvorum byggðarkjarna. Sama húsnæði verður nýtt undir starfsemina og undanfarin ár. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 59. fundur - 28.ágúst 2018 Erindi bárust frá íbúum Fjallabyggðar þar sem óskað var eftir að opnunartími íþróttamiðstöðva/sundlauga um helgar yrði lengdur. Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að taka saman kostnað við lengdan opnunartíma og vísar erindinu til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 59. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018

Málsnúmer 1809002FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Nefndin samþykktir skipulagstillöguna og felur tæknideild að sjá um afgreiðslu og gildistöku hennar í samræmi við 42.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Nefndin telur skuggavarp fyrirhugaðrar framkvæmdar ekki hafa meiri áhrif á Kirkjuveg 6a en húsið sem áður stóð á lóðinni hafði en tekur undir athugasemd íbúa um staðsetningu sorptunna og framkvæmdaraðila falið að finna þeim nýjan stað innan lóðarinnar. Að öðru leyti er umsókn um byggingarleyfi samþykkt. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Hvorki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi á frístundasvæði vestan Óss í Ólafsfirði né deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Siglufirði. Möguleg staðsetning fyrir reykkofa í sveitarfélaginu er vandfundin þar sem ekki ríkir sátt um hana.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum, Helgi Jóhannsson situr hjá.


    Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Helga Helgadóttir.

    Helga Helgadóttir víkur undir þessum lið.

    Tillaga frá H-lista :
    H listinn teljur það að reykkofar geti talist eðilegur fylgifiskur frístundabúskapar og hefur verið svo um langt skeið. Við teljum að vel sé hægt að koma þeim fyrir á deiliskipulagssvæðinu vestan óss, án þess að valda óþægindum fyrir fólk og dýr. Því ítrekum við þá ósk að deiliskipulagið verði endurskoðað með það að markmiði að þeim verði fundinn staður sem flestir geti sætt sig við.

    Tillaga H - listans borin upp til samþykktar, 2 samþykkja með tillögunni Helgi Jóhannsson og Særún Hlín Laufeyjardóttir. Tillagan felld með 4 atkvæðum, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni.

    Tillaga meirihluta bæjarstjórnar vill koma því á framfæri að tilraunir til að finna reykkofum stað sem aðilar á svæðinu sætta sig við hafa ekki borið árangur auk þess sem óeðlilegt væri að veita leyfi fyrir reykkofa í Ólafsfirði en ekki á Siglufirði. Sveitarfélaginu hefur borist erindi frá heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra vegna kvörtunar húseiganda vegna reyks og lyktar frá reykkofum. Búið er að veita afnot af svæðinu vestan Óss til Framfarafélags Ólafsfjarðar auk þess sem aðrir hafa sýnt svæðinu áhuga með atvinnuuppbyggingu í huga þannig að breyting á deiliskipulagi er ekki tímabær.

    Tillaga meirihlutans samþykkt með 4 atkvæðum, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti 2 atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.

    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 4 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

    Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
    Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

    Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).
    Bókun fundar Helga Helgadóttir víkur undir þessum lið.

    Tillaga frá Helga Jóhannssyni í nefndinni felld með 4 atkvæðum, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti 2 atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.


    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 4 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Lambafen hafnað. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

    Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
    Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

    Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).
    Bókun fundar Helga Helgadóttir víkur undir þessum lið.

    Tillaga frá Helga Jóhannssyni í nefndinni felld með 4 atkvæðum, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti 2 atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.


    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 4 atkvæðum.

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Þar sem ekki er gert ráð fyrir reykkofum í deiliskipulagi svæðisins er umsókn um leyfi fyrir reykkofa við Brimvelli hafnað.

    Lögð fram tillaga frá Helga Jóhannssyni:
    Nú hafa staðið tveir reykkofar vestan við frístundahúsin við Brimvelli í Ólafsfirði um nokkura ára skeið. Engar athugasemdir hafa borist eða kvartanir vegna óþæginda til bæjaryfirvalda vegna þeirra. Með því að hafna umsókn þriðja aðilans um reykkofa og vísað í gildandi deiliskipulag þurfa núverandi reykkofar að víkja. Legg til að stöðuleyfi fyrir þrjá reykkofa verði veitt en þeir færðir í vestur að mörkum deiliskipulagsins. Í millitíðinni verði unnið að því að finna varanlega lausn á málinu, sem gæti verið fólgin í breytingu á núverandi deiliskipulagi.

    Tillögunni er hafnað með fjórum atkvæðum (Konráð K. Baldvinsson, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Brynja Hafsteinsdóttir, Hjördís H. Hjörleifsdóttir) gegn einu (Helgi Jóhannsson).
    Bókun fundar Helga Helgadóttir víkur undir þessum lið.

    Tillaga frá Helga Jóhannssyni í nefndinni felld með 4 atkvæðum, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti 2 atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.


    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 4 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt og tæknideild falið að ganga frá leyfisbréfi. Bókun fundar Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Erindi hafnað með vísun til skilmála deiliskipulags svæðisins. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    H-listinn leggur fram tillögu um að Deiliskipulag svæðis fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði verði endurskoðað með það að markmiði að leyft verði að nýta núverandi húsakost á svæðinu ( hesthús og fjárhús ) jöfnum höndum undir frístundabúskap og hesthús. Gerð verði krafa að þau uppfylli kröfur um viðeigandi aðbúnað. Við teljum það slæmt að mismuna íbúum í Fjallabyggð eftir byggðakjörnum því í Ólafsfirði er sauðfé haldið í gömlu hesthúsunum.

    Tillaga frá Helga Jóhannssyni f.h. H-listans felld með 5 atkvæðum, Helgu Helgadóttir, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti 2 atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.

    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Erindi hafnað með vísun til skilmála deiliskipulags svæðisins. Bókun fundar Til máls tóku Helgi Jóhannsson og Ingibjörg G. Jónsdóttir.

    H-listinn leggur fram tillögu um að Deiliskipulag svæðis fyrir hesthús, hestaíþróttir og frístundabúskap á Siglufirði verði endurskoðað með það að markmiði að leyft verði að nýta núverandi húsakost á svæðinu ( hesthús og fjárhús ) jöfnum höndum undir frístundabúskap og hesthús. Gerð verði krafa að þau uppfylli kröfur um viðeigandi aðbúnað. Við teljum það slæmt að mismuna íbúum í Fjallabyggð eftir byggðakjörnum því í Ólafsfirði er sauðfé haldið í gömlu hesthúsunum.

    Tillaga frá Helga Jóhannssyni f.h. H-listans felld með 5 atkvæðum, Helgu Helgadóttir, Ingibjargar G. Jónsdóttur, Nönnu Árnadóttur, Hjördísar H. Hjörleifsdóttur og Tómasi Einarssyni, á móti 2 atkvæðum Helga Jóhannssyni og Særúnu Hlín Laufeyjardóttur.


    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 5 atkvæðum

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 230. fundur - 5. september 2018 Nefndin þakkar fyrir ábendinguna og felur tæknideild úrlausn málsins. Bókun fundar Til máls tók Helgi Jóhannsson.

    Afgreiðsla 230. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018

Málsnúmer 1809001FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar félagsmálanefndar sbr. bókun bæjarráðs frá 28.08.2019. Í úttekt KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá Fjallabyggð kemur fram að núverandi leiguverð stendur ekki undir skuldsetningu íbúðasjóðs. Einnig að leiguverð er lægra hjá Fjallabyggð en meðalleiguverð á Norðurlandi eystra sem nemur 22,8%. Er þessi samanburður án Akureyrar. Leiguverð á hvern fermetra hjá Fjallabyggð er í dag kr. 1.115. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Lögð fram dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2018 - 2019. Gert er ráð fyrir að hádegismatur verði á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á mánudögum og miðvikudögum. Breytingar verða gerðar á handavinnutímum í Hornbrekku þar sem áður hefur verið boðið upp á handavinnu tvisvar sinnum í viku fyrir þátttakendur í félagsstarfi en í vetur verður handavinnan í Hornbrekku einungis í boði á fimmtudögum, frá kl. 13-16. Á móti verður handavinna í Húsi eldri borgara á mánudögum frá kl. 13-16. Vegna notkunar grunn- og framhaldsskóla á íþróttamiðstöð er ekki unnt að bjóða upp á sömu tíma og verið hafa í vatnsleikfimi. Vatnsleikfimin á Ólafsfirði verður á þriðjudögum kl. 14:30 og föstudögum kl. 11:00. Á Siglufirði er gert ráð fyrir að vatnsleikfimin verði á mánudögum kl. 9:00 og á miðvikudögum kl. 10:00 árdegis. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dægradvöl fyrir íbúa Hornbrekku og notendur sem þangað sækja dagdvöl. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Landsfundur jafnréttismála - málþing og jafnréttisdagur. verður haldið dagana 20. og 21. september nk. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum Fjallabyggðar 2018 - 2022

Málsnúmer 1806014Vakta málsnúmer

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir tilkynnti breytingar í nefndir, ráð og stjórnir Fjallabyggðar.
Markaðs- og menningarnefnd:
Aðalmenn:
Ægir Bergsson I-lista verði varaformaður í stað Idu M. Semey I-lista.

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna með 7 atkvæðum á 165. fundi bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.