Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018

Málsnúmer 1808011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 165. fundur - 20.09.2018

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Særún Hlín vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
    Lagt fram erindi frá Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur aðstoðarleikskólastjóra ásamt minnisblaði Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem þess er óskað að Kristín María Hlökk Karlsdóttir fái að dreifa áður samþykktu árs námsleyfi á tvö skólaár, 9. mánuði í senn, og stunda 50% starf með námi þar sem ekki fékkst afleysing í stöðu aðstoðarskólastjóra í 100% starfshlutfall. Námsleyfi verður tekið í samráði við leikskólastjóra.
    Bæjarráð samþykkir að veita Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur námsleyfi í tvö ár á móti 50% starfshlutfalli aðstoðarskólastjóra.
    Bókun fundar Særún Hlín Laufeyjardóttir vék undir þessum lið af fundi.

    Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
    Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lögð fram drög að útboði á ræstingu á húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) á Siglufirði.
    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að auglýsa útboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lögð fram drög að útboði á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólar Ólafsfirði .
    Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála að auglýsa útboðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála vegna áætlaðs kostnaðar við móttöku ráðstefnugesta á EcoMEDIAeurope, ráðstefnu sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga dagana. 15.-19. október nk.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að vinna málið áfram.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Gunnar Ingi Birgisson fór yfir greiningu á innra starfi Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram erindi Sambands íslenskara sveitarfélaga dags. 24. ágúst 2018 vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga nr. 90/2018 í leikskóla. Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram til kynningar erindi frá forsvarsmönnum Göngum í skólann þar sem hvatt er til þess að skólar á svæðinu taki þátt og auðveldi börnum og foreldrum að velja virkan ferðamáta. Göngum í skólann verkefnið verður sett af stað í tólfta sinn þann 5. september nk. og líkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lagt fram erindi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fagnar 90 ára afmæli sínu á árinu. Sveitarfélaginu er boðið að senda afmæliskveðju í formi auglýsingar í tímaritið Björgun.
    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem færist af lið 21810, lykli 9291 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
    Bæjarráð óskar Slysavarnafélaginu Landsbjörg til hamingju með afmælið og þakkar óeigingjarnt og vel unnið starf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Lögð fram 307. fundargerð stjórnar Eyþings frá 28. ágúst 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 570. fundur - 4. september 2018 Fundargerð stjórnar Hornbrekku. Bókun fundar Afgreiðsla 570. fundar bæjarráðs staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.