Bæjarráð Fjallabyggðar

570. fundur 04. september 2018 kl. 16:30 - 17:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Særún Hlín Laufeyjardóttir varamaður, H lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri félagsmáladeildar

1.Umsókn um námsleyfi

Málsnúmer 1708009Vakta málsnúmer

Særún Hlín vék af fundi undir þessum lið fundargerðarinnar.
Lagt fram erindi frá Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur aðstoðarleikskólastjóra ásamt minnisblaði Ríkeyjar Sigurbjörnsdóttur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem þess er óskað að Kristín María Hlökk Karlsdóttir fái að dreifa áður samþykktu árs námsleyfi á tvö skólaár, 9. mánuði í senn, og stunda 50% starf með námi þar sem ekki fékkst afleysing í stöðu aðstoðarskólastjóra í 100% starfshlutfall. Námsleyfi verður tekið í samráði við leikskólastjóra.
Bæjarráð samþykkir að veita Kristínu Maríu Hlökk Karlsdóttur námsleyfi í tvö ár á móti 50% starfshlutfalli aðstoðarskólastjóra.

2.Rekstraryfirlit - 2018

Málsnúmer 1804092Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi.

3.Ræsting í skólahúsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga á Siglufirði.

Málsnúmer 1808014Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að útboði á ræstingu á húsnæði Tónlistarskólans á Tröllaskaga (TÁT) á Siglufirði.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að auglýsa útboðið.

4.Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar, Ólafsfirði

Málsnúmer 1808079Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að útboði á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólar Ólafsfirði .
Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála að auglýsa útboðið.

5.Evrópsk ráðstefna í MTR um upplýsingatækni í kennslu 15. - 19. okt 2018

Málsnúmer 1808059Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála vegna áætlaðs kostnaðar við móttöku ráðstefnugesta á EcoMEDIAeurope, ráðstefnu sem haldin verður af Menntaskólanum á Tröllaskaga dagana. 15.-19. október nk.
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála að vinna málið áfram.

6.Eyþing - munnleg skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 1808080Vakta málsnúmer

Gunnar Ingi Birgisson fór yfir greiningu á innra starfi Eyþings.

7.Innleiðing í leikskólum vegna nýrra persónuverndarlaga

Málsnúmer 1808068Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sambands íslenskara sveitarfélaga dags. 24. ágúst 2018 vegna innleiðingar nýrra persónuverndarlaga nr. 90/2018 í leikskóla.

8.Göngum í skólann 2018

Málsnúmer 1808081Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá forsvarsmönnum Göngum í skólann þar sem hvatt er til þess að skólar á svæðinu taki þátt og auðveldi börnum og foreldrum að velja virkan ferðamáta. Göngum í skólann verkefnið verður sett af stað í tólfta sinn þann 5. september nk. og líkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum, miðvikudaginn 10. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.

9.Slysavarnarfélagið Landsbjörg

Málsnúmer 1808083Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem fagnar 90 ára afmæli sínu á árinu. Sveitarfélaginu er boðið að senda afmæliskveðju í formi auglýsingar í tímaritið Björgun.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000 sem færist af lið 21810, lykli 9291 og felur markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram.
Bæjarráð óskar Slysavarnafélaginu Landsbjörg til hamingju með afmælið og þakkar óeigingjarnt og vel unnið starf.

10.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2018

Málsnúmer 1801006Vakta málsnúmer

Lögð fram 307. fundargerð stjórnar Eyþings frá 28. ágúst 2018.

11.Stjórn Hornbrekku - 8

Málsnúmer 1808009FVakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hornbrekku.
  • 11.1 1801026 Starfsemi Hornbrekku
    Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Birna S. Björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri og forstöðumaður Hornbrekku sat fundinn.
    Stjórn Hornbrekku býður Birnu Sigurveigu Björnsdóttur velkomna til starfa. Birna tók við forstöðu Hornbrekku þann 14. ágúst sl. Birna fór yfir ýmis mál tengd starfsmannahaldi sem innra starfi stofnunarinnar. Hefur hún þegar hafist handa við að yfirfara starfslýsingar og verða þær lagðar fyrir starfsmenn á næstunni. Einnig verður verklag og verkferlar teknir til endurskoðunar. Stjórn Hornbrekku lýsir yfir fullum stuðningi við hjúkrunarforstjóra og forstöðumanns varðandi áform hennar sem lúta að starfsmannahaldi og innra starfi Hornbrekku.
    Birna upplýsti stjórn um að umönnunarklukkustundir Hornbrekku reiknast nú 4,7 klukkustundir á hvern á íbúa í hjúkrunarrými. Uppfyllir Hornbrekka þar með viðmið um mönnun á hjúkrunarheimilum skv. skilgreiningu Landlæknisembættisins.
    Útlit er fyrir að á næstunni verði öll hjúkrunar- og dvalarrými Hornbrekku, fullnýtt af einstaklingum með vistunarmat. Er hér um að ræða talsverða breytingu á nýtingu rýma Hornbrekku, þar sem undan farin ár hafa ávalt nokkur fjöldi rýma verið ráðstafað í fyrir hvíldar- og skammtímavistun.


    Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Lögð fram til kynningar drög að reglugerðum 850/2002 um skömmtun lyfja og reglugerð 241/2004 um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Ráðstefna um öldrunarþjónustu sem verður haldin í Reykjavík þann 26. október nk. Hjúkrunarforstjóri mun sækja ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.
  • Stjórn Hornbrekku - 8. fundur - 29. ágúst 2018 Lögð fram til kynningar skýrsla landlæknis um mat á InterRAI mælitækjum fyrir hjúkrunarheimili og á færni- og heilsumati. Bókun fundar Afgreiðsla 8. fundar Stjórnar Hornbrekku staðfest á 570. fundi bæjarráðs með 3 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:30.