Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018

Málsnúmer 1809001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 165. fundur - 20.09.2018

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar félagsmálanefndar sbr. bókun bæjarráðs frá 28.08.2019. Í úttekt KPMG á stöðu félagslegra íbúða hjá Fjallabyggð kemur fram að núverandi leiguverð stendur ekki undir skuldsetningu íbúðasjóðs. Einnig að leiguverð er lægra hjá Fjallabyggð en meðalleiguverð á Norðurlandi eystra sem nemur 22,8%. Er þessi samanburður án Akureyrar. Leiguverð á hvern fermetra hjá Fjallabyggð er í dag kr. 1.115. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að leiguverð verði hækkað um 5%. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Lögð fram dagskrá dagdvalar og dagþjónustu/félagsstarfs aldraðra í Fjallabyggð fyrir veturinn 2018 - 2019. Gert er ráð fyrir að hádegismatur verði á boðstólum tvisvar sinnum í viku í Húsi eldri borgara á Ólafsfirði, á mánudögum og miðvikudögum. Breytingar verða gerðar á handavinnutímum í Hornbrekku þar sem áður hefur verið boðið upp á handavinnu tvisvar sinnum í viku fyrir þátttakendur í félagsstarfi en í vetur verður handavinnan í Hornbrekku einungis í boði á fimmtudögum, frá kl. 13-16. Á móti verður handavinna í Húsi eldri borgara á mánudögum frá kl. 13-16. Vegna notkunar grunn- og framhaldsskóla á íþróttamiðstöð er ekki unnt að bjóða upp á sömu tíma og verið hafa í vatnsleikfimi. Vatnsleikfimin á Ólafsfirði verður á þriðjudögum kl. 14:30 og föstudögum kl. 11:00. Á Siglufirði er gert ráð fyrir að vatnsleikfimin verði á mánudögum kl. 9:00 og á miðvikudögum kl. 10:00 árdegis. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á dægradvöl fyrir íbúa Hornbrekku og notendur sem þangað sækja dagdvöl. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt að hluta. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 113. fundur - 5. september 2018 Landsfundur jafnréttismála - málþing og jafnréttisdagur. verður haldið dagana 20. og 21. september nk. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 113. fundar félagsmálanefndar staðfest á 165. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.