Samningur um sálfræðiþjónustu

Málsnúmer 1711005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 527. fundur - 07.11.2017

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar annars vegar og Hjalta Jónssonar sálfræðings og Jóns Viðars Viðarssonar sálfræðings hins vegar um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. október 2017 til og með 31. desember 2017.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 537. fundur - 09.01.2018

Undir þessum lið sat Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.

Lögð fram drög að samningi milli Fjallabyggðar annars vegar og Hjalta Jónssonar sálfræðings og Jóns Viðars Viðarssonar sálfræðings hins vegar um sálfræðiþjónustu við félagsþjónustu Fjallabyggðar og leik- og grunnskóla Fjallabyggðar. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2018 til og með 15. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn.