Bæjarráð Fjallabyggðar

509. fundur 11. júlí 2017 kl. 12:00 - 13:15 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson aðalmaður, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Útboð á endurnýjun lagna og yfirborðs á Túngötu, frá Aðalgötu að Eyrargötu

Málsnúmer 1704002Vakta málsnúmer

Ríkharður Hólm Sigurðsson vék undir þessum lið.
Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.
Sveinn Zophaníasson frá Bás ehf var boðaður en mætti ekki.
Deildarstjóri tæknideildar fór yfir stöðu framkvæmda. Stefnt er að því að lokið verði við malbikun á Eyrargötu seinnipartinn í júlí.

2.Samningur um afnotarétt

Málsnúmer 1706063Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra deildarstjóra tæknideildar um mögulega lausn vegna óánægju forsvarsmanna Brimnes ehf með fyrirhugaða legu göngustígs við Ólafsfjarðarvatn samkvæmt núgildandi deiluskipulagi.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, gróðursett verði vestan við stíginn og stígurinn verði að minnsta kosti 3-4 metra frá vegi meðal annars vegna öryggis gangandi vegfarenda.

Bæjarráð samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á núgildandi deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að halda áfram framkvæmdinni við göngustíginn eftir að óveruleg breyting á núgildandi deiluskipulagi hefur verið samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd og í bæjarráði.

3.Lóð undir sjálfsafgreiðslustöð á Siglufirði

Málsnúmer 1310025Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram samþykktar tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um þrjár mögulegar lóðir á Siglufirði undir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni Skeljungs hf. um aðrar mögulegar lóðir og ítrekar afstöðu sveitarfélagsins um að ekki verði komið fyrir ofanjarðareldsneytistanki í Fjallabyggð nema á áður samþykktu svæði við Óskarsbryggju.

4.Ósk um heimild til að setja listaverk á norðurvegg skólahúsnæðisins

Málsnúmer 1707016Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Láru Stefánsdóttur, skólameistara Menntaskólans á Tröllaskaga, um leyfi bæjaryfirvalda fyrir því að sett verði vegglistaverk á norðurvegg skólans. Verkið verður unnið af Jeanne Morrison listamanna sem unnið hefur að gerð vegglistaverka í Ólafsfirði að undanförnu.

Bæjarráð samþykkir að heimila gerð vegglistaverksins.

5.Vatnsagi í lóðum

Málsnúmer 1408036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram bréf frá Ofanflóðasjóði dags. 30. júní 2017, þar sem kemur fram að Ofanflóðanefnd hafi ákveðið að fenginn verði óháður aðili að höfðu samráði við starfsmann nefndarinnar til að meta skemmdir við Norðurtún 23, Siglufirði, sem rekja má til framkvæmda við ofanflóðavarnir. Einnig hefur Ofanflóðanefnd samþykkt að greiða 90% af kostnaði vegna viðgerða að Hólavegi 33, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar úrlausn málsins.

6.Kostnaður vegna flutninga á milli skólahúsa

Málsnúmer 1706051Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna kostnaðar vegna flutninga unglingastigs milli skólahúsa. Deildarstjórinn leggur til að leitað verði tilboða vegna kaupa á sófum. Kostnaður vegna flutninga á nemendaskápum færist á liðinn Önnur vörukaup, 04210-2990.

Bæjarráð felur starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að leita tilboða vegna kaupa á sófum.

7.Áætlaður kostnaður vegna verkefna skólaárið 2017-2018

Málsnúmer 1706052Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála er varðar kostnað vegna flutninga milli skólahúsa.
Lögð fram umsögn starfandi deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála vegna beiðni skólastjóra um leyfi til þess að greiða kennurum yfirvinnu fyrir vinnu við ýmis verkefni.

Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að óskað verði eftir nánari kostnaðargreiningu frá skólastjóra.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Skarðsvegur Siglufirði

Málsnúmer 1707027Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lögð fram beiðni Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við Skarðsveg, Siglufirði. Áætlað er að verkið hefjist um miðjan ágúst 2017 og að því ljúki haustið 2018.

Bæjarráð samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir sitt leyti.

9.Útboð Grunnskólalóð Siglufirði

Málsnúmer 1706041Vakta málsnúmer

Opnuð voru tilboð í 1. áfanga endurgerðar skólalóðar Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði 10.07.2017.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 16.931.500
Kostnaðaráætlun 16.600.000.

Sölvi gerði athugasemd fyrir opnun tilboða þar sem óskað var eftir 15 daga lengingu á verktíma fyrir lokafrágang, þ.e. gróðursetningu á plöntum og þess háttar.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf.

10.Ræktunarsamningur fyrir skeiðvelli og aðra aðstöðu

Málsnúmer 1707006Vakta málsnúmer

Lagðir fram undirskriftalistar frá félagsmönnum Hestafélagsins Glæsis á Siglufirði vegna tafa á framkvæmdum við gerð reiðstígs samkvæmt samningi Fjallabyggðar og hestamannafélagsins sem samþykktur var árið 2013. Gerð reiðstígs er á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra að koma með umsögn um málið fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Kaup á hlut Fjallabyggðar í Siglufjarðar Seig ehf

Málsnúmer 1707028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra JE vélaverkstæðis, Siglufirði, þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð selji JE vélaverkstæði 7,4 % hlut sinn í Siglufjarðar Seig ehf.

Bæjarráð samþykkir að selja JE vélaverkstæðis hlut sveitarfélagsins.

12.Fyrirspurn um laun sveitar-, borgar- og hreppsfulltrúa

Málsnúmer 1707017Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá blaðamanni Stundarinnar um laun bæjarfulltrúa Fjallabyggðar og þróun launakostnaðar á sl. 10 árum.

Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála að svara erindinu.

13.Gögn um húsnæðisstofn sveitarfélagsins

Málsnúmer 1707004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Íbúðalánasjóði þar sem fram kemur að sjóðurinn hefur tekið saman upplýsingar um húsnæðisstofn allra sveitarfélaga á Íslandi. Gögnin eru sveitarfélögum aðgengileg til vinnu við gerð húsnæðisáætlana.

14.Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

Málsnúmer 1707005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóði þar sem Fjallabyggð er boðið til viðræðna um möguleg kaup sveitarfélagsins á eign sjóðsins í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að hafna boðinu.


15.Málefni þjóðlenda

Málsnúmer 1703015Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lögð fram beiðni frá forsætisráðuneytinu um upplýsingar um hvort að sveitarfélagið sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna. Óskað er eftir að svör berist fyrir 1. september nk.

Sveitarfélagið er ekki aðili að neinum slíkum samningum.

16.Tröllahátíð

Málsnúmer 1707032Vakta málsnúmer

Lögð frá beiðni frá Pálshúsi og Kaffi Klöru um leyfi til að fá 3-4 smáhýsi í láni þann 15.júlí vegna Tröllahátíðar í Ólafsfirði.
Bæjarráð samþykkir afnot af smáhýsunum umrædda helgi.

17.Tilraunaverkefni um hljóðvist í þremur leikskólum á Akureyri

Málsnúmer 1707023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar greinargerð um tilraunaverkefni um hljóðvist í leikskólum á Akureyri.

18.Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga - Hafnarkaffi

Málsnúmer 1707025Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 7.júlí 2017, er varðar umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga fyrir Edduheimar ehf kt. 520204-3260, Gránugötu 5b, 580 Siglufirði.
Bæjarráð telur fyrirliggjandi gögn ekki nægjanleg er varðar afgreiðslutíma og flokkun og óskar eftir ýtarlegri gögnum frá umsækjanda.

19.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 1701009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

20.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 13:15.