Útboð Grunnskólalóð Siglufirði

Málsnúmer 1706041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 506. fundur - 20.06.2017

Deildarstjóri tæknideildar óskar eftir heimild til að halda lokað útboð vegna framkvæmda við 1. áfanga grunnskólalóðarinnar á Siglufirði.
Eftirfarandi verktökum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkefnið:
Bás ehf.
Sölvi Sölvason
Smári ehf
Árni Helgason ehf
Magnús Þorgeirsson
Bæjarráð samþykkir beiðni deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 509. fundur - 11.07.2017

Opnuð voru tilboð í 1. áfanga endurgerðar skólalóðar Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði 10.07.2017.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Sölvi Sölvason ehf. 16.931.500
Kostnaðaráætlun 16.600.000.

Sölvi gerði athugasemd fyrir opnun tilboða þar sem óskað var eftir 15 daga lengingu á verktíma fyrir lokafrágang, þ.e. gróðursetningu á plöntum og þess háttar.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sölva Sölvasonar ehf.