Ósk um úthlutun lóðar fyrir sjálfsafgreiðslustöð

Málsnúmer 1310025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 160. fundur - 15.10.2013

Með vísan til makaskiptasamnings milli Fjallabyggðar og Skeljungs þann 17. júlí 2008 óskar Skeljungur eftir viðræðum við Fjallabyggð um úthlutun lóðar undir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs við Vesturtanga 18, 20 eða 22 á Siglufirði.

 

Nefndin samþykkir að uppfylla áðurnefndan makaskiptasamning og samþykkir að deiliskipuleggja lóðir fyrir sjálfsafgreiðslustöðvar á Vesturtanga.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um vinnu tæknideildar er varðar skipulagslýsingu á svæði undir sjálfsafgreiðslustöð við Vesturtanga á Siglufirði.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 178. fundur - 25.02.2015

Lagðar fram tillögur að staðsetningu lóða í Ólafsfirði og Siglufirði, fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

Nefndin leggur til að úthlutuð verði lóð sunnan Námuvegar og vestan við Múlaveg í Ólafsfirði. Á Siglufirði leggur nefndin til að úthlutuð verði lóð nr. 3 samkvæmt tillögu tæknideildar sem er við innkeyrslu í bæinn að norðanverðu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 382. fundur - 03.03.2015

Á 178. fundi skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. febrúar 2015 voru lagðar fram tillögur að staðsetningu lóða í Ólafsfirði og Siglufirði, fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

Nefndin lagði til að úthlutuð yrði lóð sunnan Námuvegar og vestan við Múlaveg í Ólafsfirði. Á Siglufirði leggur nefndin til að úthlutuð verði lóð nr. 3 samkvæmt tillögu tæknideildar sem er við innkeyrslu í bæinn að norðanverðu.

Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að eiga fund með fulltrúum Skeljungs á grundvelli tillagna skipulags- og umhverfisnefndar um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar á Siglufirði og í Ólafsfirði fyrir Skeljung.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra til Skeljungs um lóðir undir sjálfsafgreiðslustöðvar í Fjallabyggð svo uppfylla megi makaskiptasamning frá 2008.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt fram tillögu að staðsetningu lóða fyrir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt þessa tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 392. fundur - 11.05.2015

Í erindi Skeljungs, frá 28. apríl 2015, kemur fram að félaginu hugnist ekki sú staðsetning sem stungið var upp á og óskað eftir fundi með fulltrúum Fjallabyggðar vegna málsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða fulltrúa Skeljungs á fund.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 507. fundur - 27.06.2017

Lagt fram erindi frá Skeljungi um beiðni um lóðaúthlutun fyrir sjálfsafgreiðslustöð.
Bæjarráð vísar í svarbréf bæjarstjóra frá 5. mars 2015 og telur að með svarbréfinu hafi erindinu verið fullsvarað.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 508. fundur - 04.07.2017

Lagður fram tölvupóstur frá lögmanni Skeljungs vegna umsóknar um lóð undir sjálfsafgreiðslustöð. Skeljungi hugnast ekki þær lóðir sem Fjallabyggð hefur lagt til.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að koma með tillögur að lóðum fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 509. fundur - 11.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Deildarstjóri tæknideildar lagði fram samþykktar tillögur skipulags- og umhverfisnefndar um þrjár mögulegar lóðir á Siglufirði undir sjálfsafgreiðslustöð Skeljungs hf.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni Skeljungs hf. um aðrar mögulegar lóðir og ítrekar afstöðu sveitarfélagsins um að ekki verði komið fyrir ofanjarðareldsneytistanki í Fjallabyggð nema á áður samþykktu svæði við Óskarsbryggju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 510. fundur - 18.07.2017

Á fundi bæjarráðs þann 11. júlí sl. var bókað að samkvæmt samþykkt skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar væru þrjár lóðir sem stæðu Skeljungi hf. til boða. Það er ekki alls kostar rétt. Fjallað var um þrjá kosti á fundi skipulags- og umhverfisnefndar en einn var samþykktur.

Bæjarráð felur tæknifulltrúa að senda Skeljungi hf. bókunina og ítrekar fyrri afstöðu bæjarstjórnar.