Samningur um afnotarétt

Málsnúmer 1706063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 508. fundur - 04.07.2017

Lögð fram bréfa- og tölvupóstsamskipti milli Prima lögmanna f.h. Brimnes hótels ehf. og bæjarstjóra Fjallabyggðar vegna göngustígs við Ólafsfjarðarvatn. Í bréfi lögmanna Brimnes hótels dags. 28.6.2017 er framkvæmdum á lóð félagsins mótmælt og þess krafist að Fjallabyggð fjarlægi malarstíg á austurhluta lóðarinnar. Í svarbréfi bæjarstjóra dags. 30.6.2017 er bent á að ekki er um lóðarleigusamning að ræða heldur samning um afnot. Því hafi Fjallabyggð fullan rétt á því að leggja göngustíg á lóðinni. Lagt er til að bæjarfélagið gróðursetji trjágróður vestan við stíginn til þess að sjónlína gangandi vegfarenda verði ekki beint á sumarhúsin við Hornbrekkubót.
Í tölvupósti frá lögmönnum Brimnes hótels hf. dags. 30.6.2017 er óskað eftir því að fundur verði haldinn um legu göngustígsins og gróðursetningu og framkvæmdum verði frestað þar til að lausn hefur verið fundin á málinu. Fyrirhugað er að fundurinn verði haldinn 6. júlí nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 509. fundur - 11.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra og deildarstjóra deildarstjóra tæknideildar um mögulega lausn vegna óánægju forsvarsmanna Brimnes ehf með fyrirhugaða legu göngustígs við Ólafsfjarðarvatn samkvæmt núgildandi deiluskipulagi.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar, gróðursett verði vestan við stíginn og stígurinn verði að minnsta kosti 3-4 metra frá vegi meðal annars vegna öryggis gangandi vegfarenda.

Bæjarráð samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á núgildandi deiliskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að halda áfram framkvæmdinni við göngustíginn eftir að óveruleg breyting á núgildandi deiluskipulagi hefur verið samþykkt í skipulags- og umhverfisnefnd og í bæjarráði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 510. fundur - 18.07.2017

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála er varðar samskipti Fjallabyggðar og Brimnes ehf. vegna gerðar göngustígs við Ólafsfjarðarvatn. Búið er að samþykkja og grenndarkynna minniháttar breytingar á deiliskipulagi og er athugasemdafrestur fjórar vikur.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 515. fundur - 22.08.2017

Lögð fram til kynningar athugasemd í kjölfar grenndarkynningar frá forsvarsmönnum Brimnes ehf., dags. 10.8.2017, vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi á svæði við Hornbrekkubót í Ólafsfirði.

Deildarstjóri tæknideildar fór yfir málið. Málið verður á dagskrá skipulags- og umhverfisnefndar miðvikudaginn 23. ágúst n.k.