Vatnsagi í lóðum

Málsnúmer 1408036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 434. fundur - 01.03.2016

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Eflu, um jarðvatns- og lekamál á Siglufirði og tengsl þeirra við snjóflóðavarnargarða.

Fjallabyggð hefur þegar skrifað stjórn Ofanflóðasjóðs bréf þar sem m.a. er farið fram á viðræður um þær tillögur til úrbóta sem settar eru fram í skýrslunni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Eigendur húsanna við Norðurtún 23 og Hólaveg 33 óska eftir að fá bætt tjón vegna vatnsaga sem rekja má til framkvæmdanna við snjóflóðagarða skv. skýrslu Eflu frá janúar 2016.

Deildarstjóri tæknideildar mætti á fundinn og fór yfir málið.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að senda erindin til Ofanflóðasjóðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 509. fundur - 11.07.2017

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram bréf frá Ofanflóðasjóði dags. 30. júní 2017, þar sem kemur fram að Ofanflóðanefnd hafi ákveðið að fenginn verði óháður aðili að höfðu samráði við starfsmann nefndarinnar til að meta skemmdir við Norðurtún 23, Siglufirði, sem rekja má til framkvæmda við ofanflóðavarnir. Einnig hefur Ofanflóðanefnd samþykkt að greiða 90% af kostnaði vegna viðgerða að Hólavegi 33, Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar úrlausn málsins.