Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi - Viking Helskiing

Málsnúmer 1611076

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 477. fundur - 29.11.2016

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. nóvember 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga að Þverá í Ólafsfirði.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 478. fundur - 06.12.2016

Tekið til umfjöllunar erindi sem frestað var á 477. fundi bæjarráðs, 29. nóvember 2016.

Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dagsett 24. nóvember 2016, er varðar umsögn um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistinga og veitingu veitinga að Þverá í Ólafsfirði.

Samkv. lögum nr. 85/2007 ber sveitarstjórnum m.a. að staðfesta að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn er lýtur að ofangreindum forsendum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13.02.2017

Undir þessum dagskrárlið sitja slökkviliðsstjóri og deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn vegna útgáfu nýs rekstrarleyfis fyrir Viking Heliskiing að fengnum umsögnum heilbrigðiseftirlits, slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa.