Ísland ljóstengt - Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga

Málsnúmer 1609042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 466. fundur - 20.09.2016

Lagt fram til kynningar erindi frá Mílu, dagsett 10. september 2016, þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að veita sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að ljósleiðaravæðingu.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, var lagt fram til kynningar erindi frá Mílu, þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að veita sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að ljósleiðaravæðingu.
Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

Umsögn lögð fram.

Í umsögn kemur m.a. fram að öll heimili í Ólafsfirði eiga að vera komin með ljósnet skv. upplýsingum frá Mílu. Á Siglufirði er eftir að tengja um 150 hús við ljósnetið en það er á áætlun 2016 skv. heimasíðu. Ljósleiðari er einungis í nokkrum stofnunum bæjarins frá Tengi. Tengir er að vinna í að koma ljósleiðara í nyrsta hluta íbúðarhúsnæðis á Dalvík á þessu ári. Deildarstjóri tæknideildar ræddi við forstjóra Tengis varðandi framtíðaráætlanir þeirra í Fjallabyggð og lýsti hann yfir áhuga um að koma ljósleiðara í íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð. Mögulega væri hægt að byrja á Ólafsfirði árið 2017.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Eyþingi þar sem vakin er athygli á að Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017



Lagður fram til kynningar minnispóstur frá Mílu um
"Ísland ljóstengt" í tengslum við styrkúthlutanir Fjarskiptasjóðs 2017.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13.02.2017

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 518. fundur - 12.09.2017

Tekið fyrir erindi frá Innanríkisráðuneytinu vegna verkefnisins Ísland ljóstengt. Þar kemur fram að undirbúningur sé hafinn að verkefninu fyrir árið 2018. Eru áhugasöm sveitarfélög hvött til þess að sækja um.

Í byrjun þessa árs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu ljósleiðaratengingu í Fjallabyggð. Í henni kemur fram að 10 lögheimili í dreifbýli Fjallabyggðar séu ótengd við ljósnet/ljósleiðara. Fyrir hverja tengingu sem er styrkhæf þarf Fjallabyggð að leggja fram 350.000 kr.

Bæjarráð lítur málið jákvæðum augum og felur deildarstjóra tæknideildar að senda inn styrkumsókn. Gert er ráð fyrir að niðurstaða úthlutunar liggi fyrir í lok október/byrjun nóvember. Hljóti Fjallabyggð styrk samþykkir bæjarráð að gert verði ráð fyrir ofangreindum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir árið 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 523. fundur - 17.10.2017

Lagt fram til kynningar erindi frá Eyþingi um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á styrkjum til lagningar ljósleiðara í strjálbýlum sveitarfélögum. Alls er úthlutað 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21.11.2017

Lögð fram niðurstaða A hluta umsóknarferlis fyrir verkefnið Ísland ljóstengt á árinu 2018. Umsókn Fjallabyggðar var samþykkt. Bæjarráð samþykkti þann 12. september sl. að gert yrði ráð fyrir kostnaði Fjallabyggðar að upphæð 3.500.000 kr. á fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Alls verða 10 lögheimili í dreifbýli Fjallabyggðar tengd við ljósnet/ljósleiðara og þannig verða öll lögheimili í sveitarfélaginu tengd við ljósnet/ljósleiðara.