Hleðslustöðvar og Ísorka - Fjallabyggð

Málsnúmer 1702009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017

Lagt fram erindi frá Ísorku, dagsett 2. febrúar 2017, um rafmagnshleðslustöðvar ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og fleira sem tengist hleðslustöðvum og rafbílum.

Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar og bæjarstjóra.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13.02.2017

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Ísorku, dagsett 2. febrúar 2017, um rafmagnshleðslustöðvar ráðgjöf og þjónustu við uppsetningu og fleira sem tengist hleðslustöðvum og rafbílum.

Bæjarráð samþykkir uppsetningu á hæghleðslustöð við Ráðhús Fjallabyggðar. Áætlaður kostnaður er 300.000 kr. sem færist á liðinn ýmis smáverk.