Athugasemd Herhúsfélagsins vegna fyrirhugaðs deiliskipulags norðan Hafnarbryggju.

Málsnúmer 1701018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 482. fundur - 10.01.2017

Í erindi eiganda húseignar að Tjarnargötu 8 Siglufirði, dagsett 31. desember 2016. er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna skipulags á landfyllingu norðan Hafnarbryggju.
Skipulagslýsing var í auglýsingu frá 22. til 31.desember og barst athugasemd frá Herhúsfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um málið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13.02.2017

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Umsögn deildarstjóra tæknideildar lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Herhúsfélagsins á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 504. fundur - 06.06.2017

Hálfdán Sveinsson og Guðný Róbertsdóttir mættu á fundinn fyrir hönd Herhúsfélagsins.
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að ræða við forsvarsmenn Herhúsfélagsins að leita lausnar á málinu. Niðurstaðan verði lögð fyrir skipulags- og umhverfisnefnd til umfjöllunar.