Ljósleiðaravæðing Fjallabyggðar

Málsnúmer 1701095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 486. fundur - 07.02.2017

Tekið fyrir erindi frá Friðriki Steinari Svavarssyni, dagsett 27. janúar 2017, í ljósi þess að í frétt á RUV 26. janúar 2017 hafi komið fram að stefnt sé að því að 99% heimila í landinu verði ljósleiðaratengd árið 2020 (eftir þrjú ár). Fyrirspyrjandi langar að forvitnast um hvernig staða þessara mála sé í Fjallabyggð og hvernig bæjaryfirvöld hyggist beita sér til að þessi áætlun verði að raunveruleika.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar, Ármanni V. Sigurðssyni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 487. fundur - 13.02.2017

Undir þessum dagskrárlið situr deildarstjóri tæknideildar fundinn.
Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna fyrirspurnar F. Steinars Svavarssonar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

Í umsögn deildarstjóra kemur fram að "10 hús sem skráð eru með lögheimili í dreifbýli eru ótengd við ljósnet/ljósleiðara. Þar af eru 9 í Ólafsfirði. Í þéttbýli þá er búið að tengja öll heimili í Ólafsfirði við ljósnet og er áætlað að búið verða að tengja öll heimili á Siglufirði á árinu 2017". Hægt er að sækja um styrk til Fjarskiptasjóðs vegna ótengdra heimila í dreifbýli og þarf Fjallabyggð/húseigandi að leggja til 350.000 fyrir hverja tengingu sem er styrkhæf.

Bæjarráð vísar kostnaði vegna verkefnisins til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.