Upplýsingar um rekstur vegna dvalar- og eða hjúkrunarheimila

Málsnúmer 1604027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 440. fundur - 12.04.2016

Lögð fram fyrirspurn dagsett 6. apríl 2016, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, er varðar upplýsingar um framlög sveitarfélaga til reksturs dvalar- og eða hjúkrunarheimila.

Fyrirspurn tengist samningaviðræðum milli samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um ákvörðun daggjalda á hjúkrunarheimilum sem staðið hafa yfir frá því snemma árs 2015. Enn virðist langt í land með að viðræðunum ljúki.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir bæjarráð umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

Á 440. fundi bæjarráðs, 12. apríl 2016, fól bæjarráð bæjarstjóra og deildarstjóra félagsmáladeildar að leggja fyrir bæjarráð umsögn vegna fyrirspurnar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um framlög til dvalar- og eða hjúkrunarheimila.

Samningaviðræður milli samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar um ákvörðun daggjalda á hjúkrunarheimilum hafa staðið yfir frá því snemma árs 2015.

Þar sem niðurstaða samningaviðræðna liggur ekki fyrir, er afgreiðslu frestað.