Málefni eldri borgara á Siglufirði

Málsnúmer 1604069

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara Siglufirði, dagsett 19. apríl 2016, í framhaldi af fundi stjórnar félagsins 29. febrúar s.l.

Bæjarráð samþykkir að viðræðuhópur á vegum félagsmálanefndar taki aftur upp viðræður við félög eldri borgara í Fjallabyggð.
Jafnframt er deildarstjóra félagsmáladeildar falið að taka málið áfram.

Varðandi aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar í tengslum við dagdvöl aldraðra.

Varðandi aðstöðu undir púttvöll, þá óskar bæjarráð eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Á 442. fundi bæjarráðs, 26. apríl 2016, var tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara, Siglufirði, dagsett 19. apríl 2016, varðandi aðstöðu undir púttvöll. Bæjarráð óskaði eftir umsögn bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar um málið.

Umsögn lögð fram.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindi félagsins og hvetur félagsmenn til að nýta sér þá aðstöðu sem er í bæjarfélaginu.