Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2016

Málsnúmer 1604064

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 442. fundur - 26.04.2016

18. apríl, var undirrituð viljayfirlýsing um utankjörfundaratkvæðagreiðslu milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sýslumannafélags Íslands vegna forsetakosninga 2016.

Aðilar voru ásáttir um að gera tilraun með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu við forsetakosningar 2016 með vísan til ákvæða í 58. gr. laga um kosningar til Alþingis, þar sem segir m.a. í a-lið greinarinnar, að sýslumenn geti ráðið sérstaka trúnaðarmenn til þess að annast störf kjörstjóra við utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Tilraunin byggir á því að þau sveitarfélög, sem áhuga hafa á að taka þátt í tilrauninni og vilja auka þjónustu við íbúa, geti óskað eftir því að sýslumaður í viðkomandi umdæmi skipi ákveðinn starfsmann eða starfsmenn viðkomandi sveitarfélags sem kjörstjóra.

Sveitarfélögin bera sjálf kostnað af starfsmanni og húsnæði, en sýslumenn sjá um kostnað við aðra þætti sem snúa að framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar og útvega kjörgögn.

Bæjarráð telur eðlilegt að utankjörfundaratkvæðagreiðsla verði með sama hætti og verið hefur, þ.e. hjá sýslumanni.