Málefni Hornbrekku - framkvæmdastjóri mætir á fundinn

Málsnúmer 1211041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 279. fundur - 27.11.2012

Framkvæmdastjóri Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson, gerði grein fyrir stöðu mála er varðar rekstur Hornbrekku og stöðu innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kanna lagalega stöðu stofnunarinnar áður en næstu skref eru ákveðin.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 284. fundur - 29.01.2013

Álitsgerð Valtýs Sigurðssonar hrl. frá 22. janúar 2013 um lagaramma dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, lögð fram til kynningar.  

 

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka upp viðræður við stjórn og forstöðumann Hornbrekku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 337. fundur - 16.04.2014

Lagt fram bréf frá 17. janúar 2011 og tölvupóstur frá 11. mars frá bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar.
Fram kom í bréfinu að leitað var eftir viðræðum við fyrrum ráðherra heilbrigðismála um mögulegan flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga er tæki yfir heilsugæslu og aðra heilbrigðisþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 370. fundur - 03.12.2014

Bæjarstjóri sótti fund um málefni hjúkrunarheimila miðvikudaginn 26. nóvember í Reykjavík.
Lögð fram fundargerð þar sem til umfjöllunar voru m.a.
1. Endurskoðun daggjalda og gerð þjónustusamninga.
2. Gagnaöflun og upplýsingagjöf um málefni hjúkrunarheimila.
3. Uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
4. Samningur um leiguleið.
5. Samantekt um niðurstöður fundarins.
Áhersla er lögð á að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sér varðandi endurskoðun daggjalda og gerð þjónustusamninga. Farið verði fram á formlega kostnaðargreiningu á lágmarkskröfum ríkisins og húsnæðiskostnaði komið inn í fjármögnunarmódel skv. daggjöldum þar sem það á við. Fundarmenn myndi bakhóp fyrir sambandið og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í viðræðum þessara aðila við ráðuneytin.
Varðandi gagnaöflun og upplýsingamiðlun mun sambandið ræða við Ríkisendurskoðun um að fá aðgang að gagnagrunni embættisins. Bakhópurinn verður upplýstur um framvindu málsins.
Sambandið mun þrýsta á tilnefningar í nefnd sem fari yfir uppgjör lífeyrisskuldbindinga á grundvelli þess fordæmis sem komið er í samkomulagi Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og fjármálaráðuneytis.
Bakhópurinn mun vakta hvernig grunnforsendur í samningum um leiguleiðina þróast með það fyrir augum að öll hlutaðeigandi sveitarfélög njóti þess ef viðmið þróast á hagstæðan hátt.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Á fund bæjarráðs mætti forstöðumaður Hornbrekku, Rúnar Guðlaugsson.

Jafnframt var til umfjöllunar erindi dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hornbrekku, dagsett 10. desember 2015.

Forstöðumaður upplýsti bæjarráð um rekstur Hornbrekku, en vegna hækkana launa og veikinda, stefnir í að rekstrarniðurstaða ársins verði óviðunandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fjölskyldudeildar að skoða möguleika á samþættingu rekstrarþátta bæjarfélagsins og dvalar- og hjúkrunarheimilisins, s.s. tölvukerfa,
endurskoðunar og trúnaðarlæknis.