Óskað eftir tilnefningu

Málsnúmer 1512013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Tekið fyrir erindi útibústjóra Arion banka hf í Fjallabyggð, dagsett 30. nóvember 2015, varðandi Menningasjóð Sparisjóðs Siglufjarðar.

Í aðdraganda samruna AFLs sparisjóðs ses. og Arion banka hf. ákvað fundur stofnfjáreigenda sparisjóðsins að leggja niður Menningarsjóð Sparisjóðs Siglufjarðar og að fjármunum sjóðsins yrði úthlutað af fulltrúa skipuðum af bankanum, fulltrúa skipuðum af Fjallabyggð og fulltrúa skipuðum af sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju.

Í bréfinu er óskað eftir því að Fjallabyggð skipi fulltrúa til verkefnisins.

2014 kaus bæjarstjórn Friðfinn Hauksson sem aðalmann í Menningarsjóð SPS og Ragnheiði Ragnarsdóttur til vara.