LSR - Skuldbindingar vegna lífeyrishækkunar starfsmanns

Málsnúmer 1512004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 424. fundur - 15.12.2015

Tekið fyrir erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dagsett 24. nóvember 2015, er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun vegna starfsmanns Fjallabyggðar.

Deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála kynnti málið. Afgreiðslu frestað, þar til umsögn kjarasviðs Samb. ísl. sveitarfélaga liggur fyrir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Helga Helgadóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Á 424. fundi bæjarráðs, 15. desember 2015, var tekið fyrir erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dagsett 24. nóvember 2015, er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun vegna starfsmanns Fjallabyggðar.

Afgreiðslu var frestað, þar til umsögn kjarasviðs Samb. ísl. sveitarfélaga lægi fyrir.

Umsögn lögð fram.

Í ljósi umsagnar gerir bæjarráð ekki athugasemdir er varðar skuldbindingu á lífeyrisshækkun er kemur fram í erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.