Opnun tilboða í snjómokstur og hálkuvarnir 2013-2015

Málsnúmer 1308055

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 312. fundur - 25.09.2013

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna opunar tilboða í snjómokstur í Fjallabyggð 2013-2015 2. september s.l.. Bjóðendur voru eftirtaldir:
Bás ehf
Sölvi Sölvason
Árni Helgason ehf
Smári ehf
Magnús Þorgeirsson og
Einar Ámundason

Lagt er til að samið verði við eftirfarandi verktaka:
Bás ehf mokstur á Siglufirði.
Árni Helgason ehf mokstur á Ólafsfirði, stórar vinnuvélar.
Magnús Þorgeirsson mokstur á Ólafsfirði, traktorsgrafa.
Smári ehf mokstur á Ólafsfirði, Smávél, vörubifreið v. snjóflutnings og jarðýta.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga samkvæmt tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu á samningi um snjómokstur og hálkuvarnir í Fjallabyggð, til 15. maí 2016, með vísun í heimildarákvæði.

Bæjarráð samþykkir framlengingu samnings við
Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 464. fundur - 06.09.2016

Samningar við verktaka um snjómokstur voru framlengdir árið 2015 um eitt ár eða til 15. maí 2016. Samkvæmt samningum er heimilt að framlengja samningana um eitt ár tvisvar sinnum.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að framlengja samning um snjómokstur um eitt ár við Bás ehf, Árna Helgason ehf, Magnús Þorgeirsson og Smára ehf.