Nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála

Málsnúmer 1510109

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

Umsóknarfrestur um nýtt starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála rann út 2. nóvember s.l.

9 umsóknir bárust um starfið.
Umsækjendur eru:
Davíð Freyr Þórunnarson
Otto Tynes
Kristinn J. Reimarsson
Elsa Guðrún Jónsdóttir
Lind Völundardóttir
Gunnar Thordarson
Einar Bragi Bragason
Karítas Skarphéðinsdóttir Neff og
Anna Hulda Júlíusdóttir

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir umsóknir, taka viðtöl við þá umsækjendur sem helst koma til greina og að því loknu leggja tillögu fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Undir þessum dagskrárlið vék Helga Helgadóttir af fundi og S. Guðrún Hauksdóttir kom í hennar stað.

Á 417. fundi bæjarráðs, 6. nóvember 2015, samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara yfir umsóknir um starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, taka viðtöl við þá umsækjendur sem helst koma til greina og að því loknu leggja tillögu fyrir bæjarráð.

Lögð fram tillaga bæjarstjóra og formanns bæjarráðs.

Gerð er tillaga um að ráða Kristinn J. Reimarsson í starf deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála frá 1. janúar 2016.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framkomna tillögu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 425. fundur - 22.12.2015

Vegna ráðningar í nýja stöðu deildarstjóra óskar umsækjandi Karítas Skarphéðinsdóttir eftir rökstuðningi og skýringum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að svara erindinu.