Bréf Bryndísar Þorsteinsdóttur dags. 13. nóvember 2015

Málsnúmer 1511037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17.11.2015

Á fund bæjarráðs mætti leikskólastjóri Olga Gísladóttir.

Tekið fyrir erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur um að kannað verði hvort hægt sé að koma börnum sem fædd eru í apríl og maí 2015 fyrr inn á leikskólann Leikskála, en í ágúst 2016.

Því miður leyfa aðstæður ekki innritun barna að vori. Leikskólinn er fullsetinn og ákveðnar eru framkvæmdir við leikskólann til að mæta aukinni eftirspurn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 422. fundur - 03.12.2015

Lagt fram erindi frá Bryndísi Þorsteinsdóttur, dagsett 13. nóvember um leikskólapláss.

Á 419. fundi bæjarráðs, 17. nóvember 2015, var tekið fyrir erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur um að kannað verði hvort hægt sé að koma börnum sem fædd eru í apríl og maí 2015 fyrr inn á leikskólann Leikskála, en í ágúst 2016.

Þá bókaði bæjarráð að því miður leyfðu aðstæður ekki innritun barna að vori. Leikskólinn á Siglufirði væri fullsetinn og ákveðnar væru framkvæmdir við leikskólann til að mæta aukinni eftirspurn.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis þar til búið verði að kanna ákveðna þætti þess.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 443. fundur - 03.05.2016

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Tekið til umfjöllunar erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dagsett 29. apríl 2016 um úthlutun leikskólapláss á leikskólanum Leikskálum.

Einnig lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 29. apríl 2016.

Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri mæti á næsta fund bæjarráðs og leggi fram umsögn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 444. fundur - 10.05.2016

Á fund bæjarráðs mættu leikskólastjóri Olga Gísladóttir og deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Á 443. fundi bæjarráðs, 3. maí 2016, var tekið til umfjöllunar erindi Bryndísar Þorsteinsdóttur, dagsett 29. apríl 2016 um úthlutun leikskólapláss á leikskólanum Leikskálum.
Einnig var lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, dagsett 29. apríl 2016.

Umsögn leikskólastjóra lögð fram.

Þau börn sem eru á biðlista munu fá pláss á leikskólanum frá og með 1. júní.