Veraldarvinir - ósk um samstarf á árinu 2016

Málsnúmer 1510010

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 412. fundur - 13.10.2015

Í erindi Veraldarvina, dagsett 2. október 2015, er settur fram samstarfsáhugi á árinu 2016.
Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtökin hafa umhverfismál í öndvegi. Markmið samtakanna er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri umgengni manna við umhverfi sitt. Samtökin nálgast markmið sín með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og frjáls félagasamtök.

Bæjarráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa lögð fram.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun við hugsanlega móttöku frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir næsta fund bæjarráðs. Samráð skal haft við deildarstjóra tæknideildar og verkstjóra Þjónustumiðstöðvar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 419. fundur - 17.11.2015

Á 418. fundi bæjarráðs, 9. nóvember 2015, var óskað eftir kostnaðaráætlun frá íþrótta- og tómstundafulltrúa, fyrir næsta fund bæjarráðs við hugsanlega móttöku Veraldarvina.

Kostnaðaráætlun lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að taka upp samstarf við Veraldarvini 2016 þar sem lagaðar og stikaðar yrðu gönguleiðir og fjörur í bæjarfélaginu hreinsaðar.

Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skipuleggja verkefnið í samstarfi við Veraldarvini, verkstjóra Þjónustumiðstöðvar og deildarstjóra tæknideildar.