Styrkumsóknir 2016 - Menningarmál

Málsnúmer 1510019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 415. fundur - 30.10.2015

Farið yfir styrkumsóknir.

Bæjarráð mun fjalla um rekstrar- og þjónustustyrki en samþykkt að vísa öðrum styrkumsóknum til markaðs- og menningarnefndar.
Niðurstaða nefndar þarf að liggja fyrir bæjarráðsfund n.k. föstudag.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 05.11.2015

Vísað til nefndar
Farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála. Styrkumsóknir nema samtals 13.996.999 kr. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögunum til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 417. fundur - 06.11.2015

Á 20. fundi markaðs- og menningarnefndar 5. nóvember 2015, var farið yfir umsóknir um styrki til menningarmála og samþykkt að vísa tillögum að úthlutun til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð fór yfir tillögurnar og verða styrkumsóknir til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 418. fundur - 09.11.2015

Farið yfir styrkumsóknir.

Bæjarráð samþykkir tillögu að styrkjum og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.r

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Í erindi Norrænafélagsins á Siglufirði, dagsett 25. janúar 2016, er óskað skýringar á höfnun við styrkbeiðni.

Styrkumsóknir vegna menningarmála 2016 voru 31 að upphæð um 14 milljónir.
Áætluð upphæð til styrkveitinga var um 9 milljónir.
Niðurstaða umfjöllunar í bæjarráði varð sú að 24 umsækjendur voru styrktir.

Því miður hlaut Norrænafélagið Siglufirði ekki styrk að þessu sinni samkvæmt forgangsröðun bæjarráðs sem m.a. er grunduð á starfsemi umsækjenda.

Bæjarráð hvetur félagið til að sækja um styrk við gerð næstu fjárhagsáætlunar.