Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer
Fyrir liggur staðfesting frá KF á tillögu um breytingu á "Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 - 2035". Staðfesting er send með tölvupósti þann 16. september og kemur þar fram að með breytingunum verði vikið frá framkvæmd á heilum gervigrasvelli og þess í stað ráðist í framkvæmd á knatthúsi að stærðinni 50x72m.
Tillaga að breytingu á stefnumótuninni er við lið 3, "Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss og utan" og breytist forgangsröðun uppbyggingar þannig að liður 3.1. verði:
"Byggja upp góða heilsárs æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Ólafsfirði með byggingu knatthúss að stærðinni 50 x 72 m auk uppbyggingar á keppnisaðstöðu á núverandi grasvelli".
Jafnframt verði breyting á þá leið varðandi uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Ólafsfirði að markmiðið verði að "Knatthús að stærðinni 50 x 72 m verði byggt í Ólafsfirði fyrir ársbyrjun 2027".
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar