Bæjarráð Fjallabyggðar

890. fundur 18. september 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2506037Vakta málsnúmer

Í samstarfssamningi við Skíðafélag Ólafsfjarðar um rekstur og uppbyggingu skíðasvæðis í Tindaöxl sem samþykktur var í desember 2024 er gert ráð fyrir framkvæmdafé vegna Bárubrautar að upphæð 5 milljónir fyrir árið 2025.

Við gerð fjárhagsáætlunar 2025 var ekki gert ráð fyrir þessu framkvæmdafé.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi útfærður viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2025. Í viðaukanum er fjárfestingarammi Eignasjóðs aukinn um 5 milljónir vegna framkvæmda við skíðasvæðið í Ólafsfirði. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 3 sem er til kominn vegna samnings sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

2.Knatthús í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur staðfesting frá KF á tillögu um breytingu á "Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023 - 2035". Staðfesting er send með tölvupósti þann 16. september og kemur þar fram að með breytingunum verði vikið frá framkvæmd á heilum gervigrasvelli og þess í stað ráðist í framkvæmd á knatthúsi að stærðinni 50x72m.

Tillaga að breytingu á stefnumótuninni er við lið 3, "Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innanhúss og utan" og breytist forgangsröðun uppbyggingar þannig að liður 3.1. verði:

"Byggja upp góða heilsárs æfingaaðstöðu fyrir knattspyrnu í Ólafsfirði með byggingu knatthúss að stærðinni 50 x 72 m auk uppbyggingar á keppnisaðstöðu á núverandi grasvelli".

Jafnframt verði breyting á þá leið varðandi uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Ólafsfirði að markmiðið verði að "Knatthús að stærðinni 50 x 72 m verði byggt í Ólafsfirði fyrir ársbyrjun 2027".
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar KF fyrir staðfestingu á breytingatillögu á „Stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála í Fjallabyggð 2023-2035“ og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Vallarbraut 1-6

Málsnúmer 2209040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt frá lögmanni Fjallabyggðar á stöðu mála varðandi uppgjör og afhendingu íbúða við Vallarbraut á Siglufirði.
Samþykkt
Í ljósi ósamræmis á milli kaupsamningsgreiðslna og greiðslu á þann hluta tryggingabréfs sem hvílir á íbúðunum samþykkir bæjarráð með 3 atkvæðum að um frekari greiðslur frá Fjallabyggð verði ekki að ræða vegna íbúðanna. Bæjarráð felur jafnframt bæjarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að beita þeim úrræðum sem tæk eru til þess að gæta hagsmuna Fjallabyggðar í hvívetna.

4.Drónaverkefni löggæslu

Málsnúmer 2509019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra um tilraunaverkefni embættisins um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbrögð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Óskað er eftir fjárframlagi 6 sveitarfélaga á svæðinu að upphæð kr. 2.500.000 frá hverju sveitarfélagi í verkefnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í stofnkostnaði að fjárhæð 2,5 m.kr. ásamt kostnaði sem fellur til við uppsetningu á búnaðinum og færist kostnaður á almannavarnir. Bæjarráð leggur áherslu á að verði góð reynsla af slíkum búnaði að hann verði settur upp í báðum byggðakjörnum Fjallabyggðar. Þá leggur bæjarráð einnig mjög mikla áherslu á að drónar geti aldrei komið í staðinn fyrir staðbundna löggæslu.

5.Styrkumsók - Félag fósturforeldra

Málsnúmer 2509022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá félagi fósturforeldra þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir árið 2026.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026

6.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2509017Vakta málsnúmer

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica 2. og 3. október n.k.
Lagt fram til kynningar
Áhugasamir kjörnir fulltrúar eru hvattir til að skrá þátttöku sína hið fyrsta.

7.Íþróttavika Evrópu 2025

Málsnúmer 2505038Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um Íþróttaviku Evrópu 2025 og drög að dagskrá vikunnar í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar framkominni tillögu að dagskrá í Fjallabyggð í íþróttavikunni og hvetur bæjarbúa til þátttöku. Bæjarráð samþykkir að frítt verði í sund í íþróttavikunni.

8.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar fyrir janúar-ágúst 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 98,5%% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

9.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá fundi hjá skipulags - og framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 75.fundar stjórnar SSNE.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð 2. fundar Velferðarnefndar Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.