Drónaverkefni löggæslu

Málsnúmer 2509019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 890. fundur - 18.09.2025

Fyrir liggur erindi frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra um tilraunaverkefni embættisins um að taka upp fjarstýrða flugdróna til að auka viðbrögð lögreglu þar sem löggæsla er ekki mönnuð allan sólarhringinn. Óskað er eftir fjárframlagi 6 sveitarfélaga á svæðinu að upphæð kr. 2.500.000 frá hverju sveitarfélagi í verkefnið.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í stofnkostnaði að fjárhæð 2,5 m.kr. ásamt kostnaði sem fellur til við uppsetningu á búnaðinum og færist kostnaður á almannavarnir. Bæjarráð leggur áherslu á að verði góð reynsla af slíkum búnaði að hann verði settur upp í báðum byggðakjörnum Fjallabyggðar. Þá leggur bæjarráð einnig mjög mikla áherslu á að drónar geti aldrei komið í staðinn fyrir staðbundna löggæslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 894. fundur - 16.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er heimildar fyrir því að staðsetja heimastöð undir dróna og dróna á þaki ráðhússins á Siglufirði.
Synjað
Bæjarráð hafnar erindinu í ljósi þess að lögreglan sér um rekstur og utanumhald á drónanum og því er heppilegra að hann verði staðsettur við löggæsluna í Fjallabyggð, þ.e. á lögreglustöðinni.