Bæjarráð Fjallabyggðar

886. fundur 14. ágúst 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
  • S. Guðrún Hauksdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 2506037Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2025. Í viðaukanum er gert ráð fyrir tilfærslum og hækkunum á fjárfestingum að upphæð kr. 17.000.000
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2025 við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 17.000.000 vegna fjárfestinga og framkvæmda. Hækkuninni verður mætt með tilfærslum í fjárfestingaáætlun og lækkun á handbæru fé.

2.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2408001Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 30.september 2024 var samþykkt að hætta við hluta útboðs á sameiningu íbúða vegna óviðráðanlegra orsaka sbr.bókun bæjarráðs á sama fundi.
Samþykkt
Bæjarráð veitir sviðsstjóra skipulags - og framkvæmdasviðs heimild til þess að bjóða út síðustu sameiningu íbúða í Skálarhlíð.

3.Afskriftir viðskiptakrafna 2025

Málsnúmer 2508004Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra dags. 11.ágúst 2025 er varðar beiðni um samþykki bæjarráðs fyrir afskriftum viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 468.598 Ekki er talið að það þjóni hagsmunum sveitarfélagsins að leggja í frekari kostnað og vinnu við að innheimta umræddar kröfur.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillögu bæjarstjóra um afskriftir krafna að fjárhæð kr. 468.598,- skv. þeirri skiptingu sem kemur fram í framlögðu vinnuskjali.

4.Umgengisreglur á gámageymslusvæðum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2508005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að umgengisreglum á gámageymslusvæðum Fjallabyggðar frá skipulags - og framkvæmdasviði.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umgengisreglum á gámasvæðum Fjallabyggðar og felur sviðsstjóra að auglýsa reglurnar.

5.Framlenging á samningum um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila samhliða tímabundinni hækkun einingarverðs

Málsnúmer 2109038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur sameiginleg yfirlýsing Sjúkratrygginga Íslands, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þjónustusamninga um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Launayfirlit tímabils - 2025

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi yfirlit launakostnaðar fyrir janúar-júlí 2025, lagt fram til kynningar. Áfallinn launakostnaður er 99,8%% af tímabilsáætlun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl frá tveimur fundum hjá skipulags - og framkvæmdasviði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Síldarævintýrið 2025

Málsnúmer 2507001Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá stýrihópi um Síldarævintýrisins 2025.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.