Bæjarráð Fjallabyggðar

818. fundur 26. janúar 2024 kl. 08:15 - 08:44 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Árshátíð Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2401054Vakta málsnúmer

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um fyrirkomulag árshátíðar starfsmanna Fjallabyggðar lagt fram og tekið til umræðu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna málið áfram í samstarfi við fulltrúa starfsfólks.

2.Rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2401057Vakta málsnúmer

Kaffi Klara ehf. og Fjallabyggð undirrituðu þjónustusamninga um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar, annars vegar á Siglufirði og hins vegar í Ólafsfirði fyrir árin 2022-2024.
Kaffi Klara ehf. hefur nú skipt um eigendur og hafa þeir lýst því yfir að þeir vilji klára samninginn sem rennur út 15. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að nýir eigendur Kaffi Klöru taki yfir samninginn.

3.Trilludagar 2024

Málsnúmer 2401058Vakta málsnúmer

Vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og markaðs- og menningarfulltrúa um fyrirkomulag Trilludaga lagt fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða betur kosti útvistunar m.a. með því að auglýsa eftir viðburðahaldara og/eða framkvæmdaaðila.

4.Tímabundinn samningur um rekstur gámasvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2401072Vakta málsnúmer

Á öðrum fundi starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð var lagt fram tilboð frá Íslenska gámafélaginu ehf. um rekstur flokkunarstöðva í Fjallabyggð. Málinu vísað til bæjarráðs. Samningurinn er tímabundinn. Verktími reksturs gámasvæða skal hefjast 1.2.2024 og lýkur 31. mars 2024, þ.e. 2 mánuði. Samningurinn getur framlengst tvisvar sinnum, 1 mánuð í senn. Að þeim mánuðum liðnum fellur samningurinn úr gildi.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.Stjórnsýslu- og rekstrarúttekt

Málsnúmer 2401071Vakta málsnúmer

Á 237. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að leggja fram tillögu um að framkvæmd verði úttekt á rekstri sveitarfélagsins ásamt þjónustuframboði samhliða samþykktum sveitarfélagsins, og að bæjarráði yrði falið að leggja fram tillögu með hvaða hætti og hvernig sú skoðun eigi að fara fram.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir tilboðum vegna stjórnsýslu og rekstrarúttektar.

6.Golfskáli Skeggjabrekkudal

Málsnúmer 2311018Vakta málsnúmer

Á öðrum fundi stýrihóps um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald var m.a. tekið fyrir erindi um framkvæmdir við bráðabirgða golfskála í Skeggjabrekkudal. Um er að ræða fyrsta verkefni í aðgerðaráætlun samkvæmt framtíðarsýn sem samráðshópur um stefnumótun og framtíðarsýn í íþróttamálum setti fram.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita GFB fjárframlag að fjárhæð kr. 10.000.000,- til þess að koma tímabundinni húsnæðisaðstöðu við Skeggjabrekkuvöll ásamt því að koma aðkomu- og bílastæðamálum í viðunandi horf.

7.Snjókross keppni í Ólafsfirði 2024

Málsnúmer 2401016Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Kaffi Klöru ehf. sem óska eftir heimild til afnota á litlu kofunum hjá Fjallabyggð til þess að vera með veitingasölu á snjókross mótinu sem haldið verður á Ólafsfirði þann 17. febrúar næstkomandi.
Samþykkt
Bæjarráð heimilar fyrir sitt leyti notkun á kofunum í samræmi við reglur Fjallabyggðar. Þá heimilar bæjarráð einnig fyrir sitt leyti fyrirhugaða staðsetningu kofanna.

8.Skipan í fjölmenningarráð SSNE

Málsnúmer 2401066Vakta málsnúmer

SSNE hyggst endurvekja fjölmenningarráð sitt sem síðast var starfrækt árið 2021. Af því tilefni er óskað eftir tilnefningu fulltrúa í fjölmenningarráðið.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að skipa ráðgjafa félagsþjónustu Fjallabyggðar í fjölmenningarráð SSNE.

9.Upplýsingapóstur frá Innviðaráðuneytinu 2024

Málsnúmer 2401027Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið er með til skoðunar í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga hvort tilefni sé til að leggja til breytingar á lögum þar sem fjallað yrði um gjöld sem sveitarfélög innheimta nú á einkaréttarlegum grundvelli vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana, sbr. tillögur starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði frá 19. maí 2022.
Með lagasetningu yrði þá m.a. stefnt að samræmingu og auknu gegnsæi varðandi gjaldtöku vegna innviðauppbyggingar samhliða húsnæðisuppbyggingu.
Til að hægt sé að leggja mat á áhrif mögulegra lagabreytinga af þessu tilefni er þörf á upplýsingum um hvernig álagning og innheimta gjalda er háttað hjá hverju sveitarfélagi. Af því tilefni óskar ráðuneytið vinsamlegast eftir að sveitarfélagið taki saman og sendi ráðuneytinu upplýsingar og/eða sjónarmið sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:44.