Tímabundinn samningur um rekstur gámasvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2401072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26.01.2024

Á öðrum fundi starfshóps um úrgangsmál í Fjallabyggð var lagt fram tilboð frá Íslenska gámafélaginu ehf. um rekstur flokkunarstöðva í Fjallabyggð. Málinu vísað til bæjarráðs. Samningurinn er tímabundinn. Verktími reksturs gámasvæða skal hefjast 1.2.2024 og lýkur 31. mars 2024, þ.e. 2 mánuði. Samningurinn getur framlengst tvisvar sinnum, 1 mánuð í senn. Að þeim mánuðum liðnum fellur samningurinn úr gildi.
Samþykkt
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.