Rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar 2024

Málsnúmer 2401057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 818. fundur - 26.01.2024

Kaffi Klara ehf. og Fjallabyggð undirrituðu þjónustusamninga um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar, annars vegar á Siglufirði og hins vegar í Ólafsfirði fyrir árin 2022-2024.
Kaffi Klara ehf. hefur nú skipt um eigendur og hafa þeir lýst því yfir að þeir vilji klára samninginn sem rennur út 15. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að nýir eigendur Kaffi Klöru taki yfir samninginn.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 105. fundur - 14.03.2024

Kaffi Klara ehf. og Fjallabyggð undirrituðu þjónustusamninga um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar, annars vegar á Siglufirði og hins vegar í Ólafsfirði fyrir árin 2022-2024. Kaffi Klara ehf. hefur nú skipt um eigendur og hafa þeir lýst því yfir að þeir vilji klára samninginn sem rennur út 15. nóvember 2024.
Lagt fram til kynningar
Markaðs- og menningarnefnd óskar nýjum rekstraraðilum Kaffi Klöru til hamingju og fagnar því að þeir sjái sér fært að sjá um rekstur tjaldsvæðana í sumar.