Norðurgarður hafnarinnar á Ólafsfirði

Málsnúmer 2309164

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 805. fundur - 29.09.2023

Lagt fram erindi Fjallasala ses. og Markaðsstofu Ólafsfjarðar um að setja upp myndir og texta á Norðurgarð hafnarinnar í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur vel í verkefnið. Bæjarráð leggur til að skipuð verði verkefnastjórn undir forystu Pálshúss þar sem verkefnið yrði skilgreint betur, kostnaður greindur ásamt möguleikum til styrkumsókna. Fjallabyggð mun leggja til einn fulltrúa í verkefnastjórnina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 809. fundur - 27.10.2023

Á 805. fundi bæjarráðs var lagt fram erindi Fjallasala ses. og Markaðsstofu Ólafsfjarðar um að setja upp myndir og texta á Norðurgarð hafnarinnar í Ólafsfirði. Á fundinum lagði bæjarráð til að skipuð yrði verkefnastjórn undir forystu Pálshúss þar sem verkefnið yrði skilgreint betur, kostnaður greindur ásamt möguleikum til styrkumsókna. Jafnframt var lagt til að Fjallabyggð myndi leggja til einn fulltrúa í verkefnastjórnina.
Samþykkt
Bæjarráð tilnefnir Sæbjörgu Ágústsdóttur sem aðalmann og Tómas Atla Einarsson sem varamann í verkefnahópinn.