Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2110036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 714. fundur - 14.10.2021

Lagt er fram erindi Sambands Íslenskra sveitarfélaga dags. 7. október 2021 ásamt fylgigögnum. Efni bréfsins er að kynna fyrir sveitarfélögum þau verkefni sem samþykkt hafa verið og leita eftir þátttöku þeirra í þeim sem og að benda þeim á að gera ráð fyrir framlögum vegna þeirra og grunnframlags í fjárhagsáætlun 2022. Samkvæmt erindinu nemur kostnaður Fjallabyggðar á komandi ári kr. 1.382.707 sem er annarsvegar vegna áður samþykktrar þátttöku kr. 462.107 og hinsvegar þátttöku í þeim verkefnum sem kynnt eru í erindinu kr. 920.600.
Samþykkt
Bæjarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í þau verkefni sem þar er lýst enda um þarft mál að ræða og mikilvægt. Einnig samþykkir bæjarráð að leggja til við bæjarstjórn að kostnaði vegna verkefnisins verði fundinn staður í fjárhagsáætlun 2022.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20.09.2022

Lagt fram til kynningar dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðuna í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.
Lagt fram til kynningar