Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2203024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 734. fundur - 17.03.2022

Lagður fram tölvupóstur Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins dags. 9. mars 2022 varðandi ósk ráðuneytisins um þátttöku sveitarfélaga hvað varðar móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Vísað til umsagnar og afgreiðslu bæjarráðs
Bæjarráð þakkar erindið og lýsir yfir vilja sveitarfélagsins til að taka á móti flóttafólki líkt og óskað er eftir í framlögðu erindi. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að auglýsa eftir lausu húsnæði til að hýsa flóttamenn með það að markmiði að meta hversu mikið samfélagið í Fjallabyggð getur lagt að mörkum í málinu, einnig er bæjarstjóra falið að óska eftir minnisblöðum frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra félagsmáladeildar um stöðu mála í þeirra málaflokkum svo meta megi getu sveitarfélagsins til að taka á móti flóttafólki.
Frumniðurstöður auglýsingar og minnisblöð deildarstjóra skal leggja fyrir bæjarráð svo fljótt sem verða má en eigi síðar en 31. mars.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 735. fundur - 24.03.2022

Bæjarstjóri lagði fram og fór yfir vinnuskjöl deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er varðar getu skólakerfis til að taka á móti úkraínskum börnum á flótta og vinnuskjal deildarstjóra félagsmáladeildar er varðar atriði er snúa að félagsmáladeild. Einnig lagði bæjarstjóri fram erindi sem borist hefur frá Fjölmenningarsetri en fyrir liggur að nú þegar hafa einstaklingar í Fjallabyggð boðið fram húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu í kjölfar auglýsingar þar um.
Bæjarráð Fjallabyggðar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu sem kallað hefur bæði mikla þjáningu og eyðileggingu yfir saklaust fólk.

Bæjarráð samþykkir að Fjallabyggð taki þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu og felur bæjarstjóra að láta ráðuneytið vita um vilja sveitarfélagsins hvað það varðar og að hafa að öðru leyti umsjón með viðræðum við ráðuneytið um hugsanlega móttöku flóttamanna. Það er mat bæjarráðs Fjallabyggðar að það sé skylda allra sem það geta að taka þátt í því að létta byrðar sem hafa verið lagðar á íbúa Úkraínu vegna tilhæfulausra innrásar í landið. Íbúar Fjallabyggðar skorast ekki undan þeirri ábyrgð að hlúa að þeim íbúum Úkraínu sem nú þurfa að flýja heimili sín og það líf sem það fólk áður þekkti.

Bæjarráð hvetur alla sem það geta að leggja til húsnæði vegna verkefnisins að skrá það inn á www.island.is, en móttaka mögulegra flóttamanna til sveitarfélagsins verður skipulögð í nánu samstarfi ríkis og viðkomandi sveitarfélaga.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 137. fundur - 01.04.2022

Deildarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi verklag við móttöku flóttafólks á Íslandi og hvernig sveitarfélagið getur staðið að móttöku flóttafólks.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20.09.2022

Lögð fram til kynningar bókun stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26.08.2022 um ramma að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks.
Lagt fram til kynningar