Erindi vegna útboða og verkkaupa

Málsnúmer 2206092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Lagt fram erindi frá Þóri Stefánssyni dags. 27. júní 2022 vegna útboða og verkkaupa.

Í erindinu kemur fram að Þórir vilji kalla eftir upplýsingum um útboð verklegra framkvæmda hjá bæjarfélagi Fjallabyggðar á síðasta kjörtímabili.
Það er að segja hvernig þau hafa staðist áætlanir þegar aukaverk og allur kostnaður við verkin eru upp talin.
Einnig langar mig að vita hvernig hefur verið staðið að verkkaupum á viðhalds verkefnum hjá bæjarfélaginu, hvort þau séu alltaf unnin eftir innkaupareglu bæjarfélagsins.
Vísað til umsagnar
Bæjarráð þakkar Þóri Stefánssyni fyrir erindið.

Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að útbúa samantekt þar sem greind yrðu 3 stærstu fjárfestingaverkefni og 3 stærstu viðhaldsverkefni sveitarfélagsins hvers árs á síðasta kjörtímabili og leggja aftur fyrir bæjarráð.

Þá er deildarstjóra einnig falið að svara fyrirspurn Þóris um hvernig staðið er verkkaupum á viðhaldsverkefnum hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 759. fundur - 20.09.2022

Á 749. fundi bæjarráðs var deildarstjóra tæknideildar falið að útbúa samantekt þar sem greind yrðu þrjú stærstu fjárfestingaverkefni og þrjú stærstu viðhaldsverkefni sveitarfélagsins hvers árs á síðasta kjörtímabili.
Lagt er fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 14.09.2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir umsögnina. Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið koma svari til fyrirspyrjanda.