Bæjarráð Fjallabyggðar

756. fundur 30. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Ólöf Kristín Daníelsdóttir ritari/skjalastjóri
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Stjórn Leyningsás ses. breyting á fulltrúa Fjallabyggðar

Málsnúmer 2208061Vakta málsnúmer

Í 9. grein samþykkta Leyningsáss ses. skal Fjallabyggð skipa einn mann í stjórn stofnunarinnar, "sem skal að jafnaði vera bæjarstjóri Fjallabyggðar". Af þeim sökum þarf bæjarráð að tilnefna nýjan fulltrúa í stjórn félagsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra, sem fulltrúa Fjallabyggðar í stjórn Leyningsáss ses.

2.Stefnumótun í þremur málaflokkum.

Málsnúmer 2206056Vakta málsnúmer

Á 748. fundi bæjarráðs var deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála ásamt deildarstjóra tæknideildar falið að svara erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 20.06.2022 er varðar vinnu ráðuneytisins við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og nýrrar húsnæðisstefnu.
Drög að svari eru lögð fyrir bæjarráð.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildastjórum fyrir drögin. Bæjarstjóra falið að uppfæra drögin með ábendingum bæjarráðs.

3.Meðferð styrkumsókna

Málsnúmer 2208063Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, dags. 26.08.2022 um meðferð styrkumsókna hjá Fjallabyggð.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjórum fyrir góðar tillögur um meðferð styrkumsókna. Bæjarráð samþykkir tilmælin sem koma fram í vinnuskjalinu. Bæjarstjóra falið að tryggja að stefnumótunin komist vel til skila þegar sveitarfélagið auglýsir fyrir styrkumsóknir næst.

4.Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórn og veiðivernd

Málsnúmer 2007044Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram umsagnir Stangveiðifélags Siglufjarðar, dags. 26.08.2022 og Valló ehf., dags. 18.08.2022 um það samkomulag sem gert var er varðar veiðistjórn og aðgengi að Hólsá.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fara að tilmælum umsagna Stangveiðifélags Siglufjarðar og Valló. Eftirfarandi reglur skulu því áfram gilda:
1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
3. Leyfilegur hámarksafli er 3 fiskar á dag.
4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðidagbók sem staðsett er við Hólsbrú.
5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsá.
Bæjarstjóra falið að láta útbúa skilti og koma fyrir á aðgengilegum og sýnilegum stað við ánna.

5.Ósk um styrk - Vitar og strandmenning

Málsnúmer 2208049Vakta málsnúmer

Lögð er fram styrkumsókn Vitafélagsins, sem óskar eftir styrk í tengslum við útgáfu á spilastokk með myndum af vitum landsins.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð vísar beiðninni til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

6.Starfshópur til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.

Málsnúmer 2208055Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu sem skipaður hefur verið til að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku.
Lagt fram til kynningar

7.Erindi til bæjarráðs - Barnasápubolti ofl.

Málsnúmer 2207039Vakta málsnúmer

Á 753. fundi bæjarráðs 08.08.2022 var lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar, dags. 22.07.2022 f.h. stjórnar Sápuboltans þar sem sótt var um fjárstyrk kr. 500.000 fyrir barnasápuboltanum sem haldinn var 15.07.2022.
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að sækja upplýsingar um sundurliðaðan raunkostnað við barnasápuboltann frá stjórn Sápuboltans.
Upplýsingarnar eru lagðar fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja barnadagskrá sápuboltans um kr. 250.000,-

8.Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026

Málsnúmer 2208056Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 23.08.2022, um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Lagt fram til kynningar
Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að útbúa minnisblað fyrir bæjarfulltrúa.

9.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 113

Málsnúmer 2208005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í fjórum liðum sem þarfnast ekki afgreiðslu bæjarráðs.

Enginn tók til máls.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:00.