Meðferð styrkumsókna

Málsnúmer 2208063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 756. fundur - 30.08.2022

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra, deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála, dags. 26.08.2022 um meðferð styrkumsókna hjá Fjallabyggð.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra og deildarstjórum fyrir góðar tillögur um meðferð styrkumsókna. Bæjarráð samþykkir tilmælin sem koma fram í vinnuskjalinu. Bæjarstjóra falið að tryggja að stefnumótunin komist vel til skila þegar sveitarfélagið auglýsir fyrir styrkumsóknir næst.