Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórn og veiðivernd

Málsnúmer 2007044

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 664. fundur - 18.08.2020

Lagt fram erindi Leyningsás ses frá 20.05.2017, Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórnun og veiðivernd, umsögn bæjarstjóra frá 19.06.2017 ásamt bréfi til Fiskistofu frá 14.12.2017 með samþykktum frá 504. og 506. fundi bæjarráðs og samþykktar 148. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf sem sáu um eftirlit með veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá frá samþykkt þar um sem gilti til þriggja ára.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 754. fundur - 15.08.2022

Lagt fram erindi Leyningsás ses frá 20.05.2017, Hólsá og Leyningsá - Veiðistjórnun og veiðivernd, umsögn bæjarstjóra frá 19.06.2017 ásamt bréfi til Fiskistofu frá 14.12.2017 með samþykktum frá 504., 506. og 644. fundi bæjarráðs og samþykktum 148. og 191. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að óska eftir umsögn frá Stangveiðifélagi Siglufjarðar og Valló ehf. sem sáu um eftirlit með veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá frá samþykkt þar um sem gilti til þriggja ára.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð ítrekar óskir sínar um umsagnir og felur bæjarstjóra að hafa samband við forsvarsmenn Stangveiðifélags Siglufjarðar og Valló ehf. og kalla eftir umsögn þeirra um þann samning sem gilt hefur um veiðistjórn og veiðivernd í Hólsá og Leyningsá.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 756. fundur - 30.08.2022

Lagðar eru fram umsagnir Stangveiðifélags Siglufjarðar, dags. 26.08.2022 og Valló ehf., dags. 18.08.2022 um það samkomulag sem gert var er varðar veiðistjórn og aðgengi að Hólsá.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fara að tilmælum umsagna Stangveiðifélags Siglufjarðar og Valló. Eftirfarandi reglur skulu því áfram gilda:
1. Veiði í Hólsá er heimil börnum og unglingum undir 16 ára aldri.
2. Veiði er heimil með spún, maðk og flugu.
3. Leyfilegur hámarksafli er 3 fiskar á dag.
4. Veiðimenn skulu skrá allan afla í veiðidagbók sem staðsett er við Hólsbrú.
5. Öll veiði í Hólsá er bönnuð frá 20. september ár hvert.
6. Öll veiði er bönnuð í Leyningsá.
Bæjarstjóra falið að láta útbúa skilti og koma fyrir á aðgengilegum og sýnilegum stað við ánna.