Stefnumótun í þremur málaflokkum.

Málsnúmer 2206056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 748. fundur - 27.06.2022

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Ólafsdóttur f.h. Innviðaráðuneytis dags. 20. júní 2022 varðandi erindi til sveitarstjórnar vegna stefnumótunar í þremur málaflokkum.

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Með hliðsjón af samþættingu áætlana innan ráðuneytisins fer gagnaöflun að hluta til fram sameiginlega vegna þessara þriggja áætlana.

Hér með er þess farið á leit að sveitarstjórnin veiti upplýsingar inn í svokallaðar grænbækur í málaflokkunum þremur með því að færa innlegg inn í þar til gert eyðublað á síðu stjórnarráðsins https://minarsidur.stjr.is/ eigi síðar en mánudaginn 31. júlí.
Bæjarráð felur deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála ásamt deildarstjóra tæknideildar að svara fyrir hönd sveitarfélagsins og leggja skal drögin fyrir bæjarráð áður en endanlegu svari er skilað inn til ráðuneytisins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 755. fundur - 22.08.2022

Lagður fram tölvupóstur Önnu G. Ólafsdóttur f.h. Innviðaráðuneytis dags. 11.08.2022 sem inniheldur kynningarefni í tengslum við stefnumótun innviðaráðuneytisins á sviði sveitarfélaga-, skipulags- og húsnæðismála.
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 756. fundur - 30.08.2022

Á 748. fundi bæjarráðs var deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála ásamt deildarstjóra tæknideildar falið að svara erindi Innviðaráðuneytisins, dags. 20.06.2022 er varðar vinnu ráðuneytisins við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og nýrrar húsnæðisstefnu.
Drög að svari eru lögð fyrir bæjarráð.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildastjórum fyrir drögin. Bæjarstjóra falið að uppfæra drögin með ábendingum bæjarráðs.