Erindi til bæjarráðs - Barnasápubolti ofl.

Málsnúmer 2207039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 753. fundur - 08.08.2022

Lagt fram erindi frá Viktori Frey Elissyni, dags. 22. júlí 2022 f.h. stjórnar sápuboltans þar sem sótt er um fjárstyrk kr. 500.000,- fyrir barnasápuboltanum sem haldinn var 15. júlí 2022.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar framkomið erindi og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningardeildar að óska eftir rauntölum yfir kostnað Sápuboltans vegna umbeðins styrks.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 756. fundur - 30.08.2022

Á 753. fundi bæjarráðs 08.08.2022 var lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar, dags. 22.07.2022 f.h. stjórnar Sápuboltans þar sem sótt var um fjárstyrk kr. 500.000 fyrir barnasápuboltanum sem haldinn var 15.07.2022.
Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála var falið að sækja upplýsingar um sundurliðaðan raunkostnað við barnasápuboltann frá stjórn Sápuboltans.
Upplýsingarnar eru lagðar fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að styrkja barnadagskrá sápuboltans um kr. 250.000,-